
Hugbúnaðarsérfræðingur
Við leitum að öflugum hugbúnaðarsérfræðingi til að taka þátt í hönnun, útfærslu og stjórnun á samþættingu upplýsingakerfa Össurar. Um er að ræða fjölbreytt og metnaðarfull verkefni í framsæknu og krefjandi tækniumhverfi. Viðkomandi þarf að búa yfir reynslu í samþættingu kerfa, vera útsjónarsamur og lausnarmiðaður í hugsun.
HELSTU ÁBYRGÐARSVIÐ
- Hönnun og þróun samþættingalausna
- Þróun og eftirlit á vefþjónustulagi
- Utanumhald og stýring á verktökum og ráðgjöfum
- Samvinna við einingar og starfsstöðvar um allan heim
HÆFNISKRÖFUR
- Háskólapróf eða reynsla sem nýtist í starfi
- Reynsla af hönnun og þróun hugbúnaðar og samþættingalausna
- Hæfni til að starfa bæði sjálfstætt og í hópi
- Metnaður og lausnarmiðuð hugsun
- Mjög góð enskukunnátta
- Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
Umsóknarfrestur er til og með 31. ágúst 2020
Vinsamlega sendu tölvupóst á is_mottaka@ossur.com ef þú lendir í vandræðum með að fylla út umsóknina.
Merkja við auglýsingu
Þú þarft að skrá þig inn til að vista þessa auglýsingu
Sækja um starf
Til að sækja um þetta starf, vinsamlega farðu á ossur.wd3.myworkdayjobs.com.