Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) óskar eftir að ráða iðjuþjálfa í afleysingu til eins árs frá 1. febrúar 2023 við Endurhæfingardeild HSA á Egilsstöðum. Starfið er fjölbreytt og sveigjanlegt. Um er að ræða 100% starfshlutfall eða minna skv. nánara samkomulagi.
Almenn iðjuþjálfastörf fyrir einstaklinga og hópa. Fagleg ábyrgð hvað varðar undirbúning, framkvæmd og skráningu íhlutunar. Nýtir viðeigandi matstæki, gerir færnimat og skipuleggur íhlutunaráætlanir fyrir skjólstæðinga á ólíkum aldri og miðlar nauðsynlegum upplýsingum til annarra. Stuðlar að og viðheldur sjálfstæði skjólstæðinga og eflir þá til sjálfshjálpar.
Íslenskt starfsleyfi. Lögð er áhersla á metnað í starfi, skipulögð vinnubrögð, jákvæðni og sveigjanleika. Lipurð og áreiðanleiki í samskiptum eru skilyrði. Íslenskukunnátta áskilin.
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Iðjuþjálfafélag Íslands hafa gert.
Umsóknum um auglýst störf skal skilað rafrænt til HSA . Öllum umsóknum verður svarað. Tekið er mið af jafnréttisstefnu HSA við ráðningar. Tóbaksnotkun er ekki heimil á vinnutíma innan HSA.
HSA starfar á þremur fagsviðum; heilsugæslu-, hjúkrunar- og sjúkrasviði en alls eru starfsstöðvarnar þrettán talsins. Áhersla er lögð á samvinnu þvert á byggðarlög. Stofnunin þjónar rúmlega 11.000 íbúum frá Djúpavogi til Bakkafjarðar, auk ferðamanna sem sækja Austurland heim. HSA vill byggja þjónustu sína á mannvirðingu, þekkingu og þverfaglegri samvinnu.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 19.12.2022
Sverrir Rafn Reynisson
–
[email protected]
Magnfríður Ólöf Pétursdóttir
–
[email protected]
Sjúkraliði – Neskaupstaður – Sjúkradeild Umdæmissjúkrahúss Austurlands Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) óskar eftir að ráða sjúkraliða á sjúkradeild Umdæmissjúkrahúss Austurlands í...
Sækja um starfHjúkrunarfræðingar og hjúkrunarnemar óskast í sumarstörf á Móberg hjúkrunarheimili HSU á Selfossi Hjúkrunarfræðingar og hjúkrunarnemar óskast í sumarstörf á nýtt...
Sækja um starfViltu taka þátt í að móta skóla- og velferðarþjónustu í faglegu og fallegu umhverfi Uppsveita og Flóa í Árnessýslu? ...
Sækja um starfHjúkrunarfræðingur – fjölbreytt og líflegt dagvinnustarf á göngudeild skurðlækninga Hjúkrunarfræðingur óskast til starfa á göngudeild skurðlækninga í Fossvogi. Um er...
Sækja um starfSumarafleysing – Aðhlynning á hjúkrunarheimilinu Víðihlíð í Grindavík Heilbrigðisstofnun Suðurnesja óskar eftir að ráða starfsmenn í sumarafleysingu í aðhlynningu við...
Sækja um starfSjúkraflutningamaður óskast í sumarstarf á Þingvöllum Sjúkraflutningamaður óskast í sumarstarf í öryggis- og viðbragsðsteymi Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á Þingvöllum. Helstu...
Sækja um starf