
Innkaupafulltrúi
Össur leitar að drífandi og metnaðarfullum innkaupafulltrúa í innkaupadeild. Starfið er í alþjóðlegu umhverfi og felur í sér samskipti við starfsstöðvar Össurar og birgja í öðrum löndum.
Starfssvið
- Birgðastýring
- Innkaup á fullunnum vörum frá alþjóðlegum birgjum til starfsstöðva Össurar
- Samskipti við sölu- og þróunardeildir um áætlanagerð á sölu
- Greining, viðbrögð og boðmiðlun á frávikum í birgðastýringu
- Samskipti við birgja
Hæfniskröfur
- Menntun sem nýtist í starfi, svo sem viðskiptafræði, vörustjórnun eða aðfangakeðjustjórnun
- Nákvæmni, þjónustulund og talnagleggni
- Hæfni í mannlegum samskiptum
- Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
- Mjög góð enskukunnátta
- Starfsreynsla sem tengist innkaupum og birgðastýringu
- Þekking á Navision eða öðrum ERP kerfum er kostur
Umsóknarfrestur er til og með 16. nóvember 2020. Við hvetjum áhugasama til að sækja um, óháð kyni og uppruna.
Sótt er um starfið á vef Össurar, ossur.is/mannaudur. Athugið að velja viðeigandi starf.
Nánari upplýsingar veitir mannauðsdeild í síma 515-1300.
Merkja við auglýsingu
Þú þarft að skrá þig inn til að vista þessa auglýsingu
Sækja um starf
Til að sækja um þetta starf, vinsamlega farðu á ossur.is.