
Forstöðumaður – Hlíf, íbúðir aldraðra á Ísafirði
Í húsinu eru alls 72 þjónustuíbúðir í einkaeigu sem og félagslegar þjónustuíbúðir. Húsnæðið skiptist í 2 íbúðaeiningar, Hlíf I með 30 íbúðir og Hlíf II þar sem eru 42 íbúðir. Jafnframt er í húsinu aðstaða stuðningsþjónustu, dagdeild, tómstundaþjónusta, setustofur með bókasafni, matarþjónusta, þvottahús, þjónusta fótaaðgerðafræðings, hársnyrting, bankaþjónusta, aðstaða og starfsemi Félags eldri borgara og þjónusta heimahjúkrunar.
Húsfélag Hlífar – heild, auglýsir laust til umsóknar 100% starf forstöðumanns á Hlíf. Leitað er eftir öflugum og drífandi einstaklingi sem sýnir metnað og frumkvæði í starfi. Gert er ráð fyrir að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Stjórn húsfélagsins fer með hlutverk næsta yfirmanns forstöðumanns. Forstöðumaður er yfirmaður starfsfólks í ræstingu á Hlíf. Aðstaða fyrir forstöðumann verður góð, m.a. aðstaða til fundahalda með stjórn og fleira.
Starfið felur m.a. í sér:
· Samskipti við fjölda íbúa sem býr í 72 íbúðum á Hlíf I og Hlíf II
· Samvinnu við fólk sem stýrir margs konar þjónustu á Hlíf
· Samvinnu við starfsmenn eignasjóðs Ísafjarðarbæjar
· Samvinnu við starfsmenn velferðarsviðs Ísafjarðarbæjar
· Mikil tækifæri til aðkomu að þróun í þjónustu
· Mikil samskipti við ólíka hópa og einstaklinga
Meginverkefni
· Ábyrgð á rekstri og mikil samvinna við stjórn húsfélagsins
· Ábyrgð á gerð fjárhagsáætlunar fyrir Hlíf í samvinnu við stjórn húsfélagsins
· Ábyrgð á innra starfi, starfsmannamálum, samskiptum við íbúa, aðstandendur og samstarfsstofnanir
· Eftirlit og stýring á viðhaldi byggingarinnar og gerð áætlana um viðhaldsverkefni
· Stýring og þróun langtímaáætlana um viðhald byggingarinnar
· Samskipti við fyrirtæki sem stýrir rekstri eignarinnar og bankastofnun sem annast innheimtur
· Yfirferð og samþykkt reikninga sem heyra undir starfsemina
Menntun og hæfniskröfur
· Menntun í iðnfræðum eða önnur menntun sem nýtist í starfi
· Góð reynsla og þekking á rekstri stórra eininga
· Reynsla og þekking á málefnum aldraðra
· Reynsla og þekking í stjórnun æskileg
· Gott frumkvæði, sjálfstæði í vinnubrögðum og góð skipulagsfærni
· Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
· Gott vald á íslensku í ræðu og riti
· Hreint sakavottorð
Launakjör eru samkomulagsatriði.
Umsóknarfrestur er til og með 6. júlí 2020. Umsóknum skal skilað til Baldurs Inga Jónassonar mannauðsstjóra Ísafjarðarbæjar á baldurjo@isafjordur.is. Með umsókn skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf. Umsókn getur gilt í 6 mánuði.
Nánari upplýsingar um starfið veita Axel Rodriguez Överby, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs Ísafjarðarbæjar í síma 450-8000 eða netfangið axelov@isafjordur.is, Margrét Geirsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs Ísafjarðarbæjar í síma 450-8000 eða netfangið margret@isafjordur.is og Guðjón Bjarnason, stjórnarmaður í húsfélagi Hlífar II í síma 864-3703 eða netfangið gudjon.isholm@gmail.com
Við hvetjum áhugasama, óháð kyni, til að sækja um starfið. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
Merkja við auglýsingu
Þú þarft að skrá þig inn til að vista þessa auglýsingu