
Kennslustjóri sérnáms í öldrunarlækningum
Laust er til umsóknar hlutastarf kennslustjóra sérnáms í öldrunarlækningum við Landspítala frá 1. apríl næstkomandi. Kennslustjóri er leiðtogi og ber ábyrgð á innihaldi og framkvæmd sérnámsins auk víðtækrar leiðandi aðkomu að starfsmannamálum sérnámslækna. Hlutverk kennslustjóra er að tryggja öflugt sérnám og stuðla þannig að árangursríkum lækningum, góðri þjónustu og öryggi sjúklinga ásamt viðeigandi mönnun greinarinnar til framtíðar. Kennslustjóri gegnir einnig mikilvægu hlutverki í uppbyggingu og framkvæmd vísindastarfa og umbótavinnu.
Kennslustjóri heyrir undir yfirlækni sérnáms og vinnur í nánu samstarfi við framkvæmdastjóra, forstöðumenn kjarna, yfirlækna og annað samstarfsfólk. Kennslustjóri hefur aðgang að skrifstofuaðstöðu og skrifstofustuðning, bæði í tengslum við viðkomandi grein en einnig á vegum framkvæmdastjóra lækninga.
Leitað er eftir sérfræðilækni með víðtæka reynslu og hæfni til að vera í forystu sérnáms í öldrunarlækningum. Um er að ræða 20% starfshlutfall.
- Fagleg ábyrgð á innihaldi og framkvæmd sérnáms í viðeigandi sérgrein
- Víðtæk leiðandi aðkoma að starfsmannamálum sérnámslækna, í samráði við stjórnendur með þríþætta ábyrgð
- Íslenskt sérfræðileyfi í öldrunarlækningum
- Leiðtogahæfileikar og geta til að leiða umbótastarf og breytingar, auk frumkvæðis og metnaðar til að ná árangri
- Áhugi og reynsla af kennslu og klínískri þjálfun lækna
- Afburða hæfni í mannlegum samskiptum, teymisvinnu og samvinnu við samstarfsfólk
- Æskilegt er að kennslustjóri hafi klínískar starfsskyldur við starfseiningu sem samþykkt er til sérnáms af mats- og hæfisnefnd í öldrunarlækningum
- Æskilegt er að kennslustjóri hafi lokið viðeigandi þjálfun í handleiðslu
Frekari upplýsingar um starfið
Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum.
Upplýsingar um fyrri störf, menntun, hæfni, félagsstörf og umsagnaraðila skal skrá inn í umsóknarformið. Einnig skal fylgja umsókninni vottað afrit af námsgögnum og starfsleyfum, tilgreind reynsla af kennslu, vísindavinnu og stjórnunarstörfum ásamt yfirliti yfir birtar vísindagreinar (eða í ritrýni) sem umsækjandi er fyrsti höfundur að.
Umsókn fylgi einnig kynningarbréf með framtíðarsýn umsækjenda varðandi starfið auk rökstuðnings fyrir hæfni.
Allar umsóknir eru sendar til stöðunefndar læknaráðs Landspítala. Viðtöl verða höfð við umsækjendur og byggist ákvörðun um ráðningu í starfið einnig á þeim auk mati stöðunefndar á innsendum umsóknargögnum. Öllum umsóknum verður svarað.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem yfir 6000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur.
ATH. Fylla þarf út lágmarksupplýsingar í almenna umsókn og senda sem viðhengi, en ýtarlegri upplýsingar í umsókn fyrir læknisstöðu, sjá slóð hér fyrir neðan.
Umsókn um læknisstöðu – umsóknareyðublað Embættis landlæknis
Merkja við auglýsingu
Þú þarft að skrá þig inn til að vista þessa auglýsingu
Sækja um starf
Til að sækja um þetta starf, vinsamlega farðu á radningarkerfi.orri.is.