Við leitum að lækni sem hefur áhuga á að taka þátt í að efla og þróa þjónustu Transteymis á Landspítala. Um er að ræða spennandi starf þar sem unnið er í þverfaglegu teymi þvert á sérgreinar. Mikil uppbygging er framundan í teyminu og mun læknir taka virkan þátt í að þróa þjónustuna í samvinnu við ýmsa samstarfs- og hagsmunaaðila.
Læknir verður virkur þátttakandi í mótun framtíðarsýnar og eflingu Transteymis Landspítala. Unnið er að fjölbreyttum umbótaverkefnum og bjóðast margvísleg tækifæri til starfsþróunar.
Starfshlutfall 100%, dagvinna og er starfið laust frá 10. apríl 2023 eftir samkomulagi.
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
Allar umsóknir þurfa að fara rafrænt í gegnum ráðningarkerfi ríkisins. Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi, ef við á. Fylgiskjöl skulu vera á pdf formi. Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem yfir 6700 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að þar sé veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónusta byggð á vísindum, fagmennsku og umhyggju, öflugu fagfólki og studd með umgjörð og aðbúnaði sem sómi er að.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá birtingu auglýsingar, sbr. 3. tl. 2. mgr. 2. gr. reglna nr. 1000/2019 um auglýsingar lausra starfa með síðari breytingum.
Öllum umsóknum verður svarað.
Starfsmerkingar: Heilbrigðisþjónusta, læknir,
Starfshlutfall er -100%
Umsóknarfrestur er til og með 31.03.2023
Nanna Briem, Frakvæmdastjóri
–
[email protected]
Tómas Þór Ágústsson, Framkvæmdastjóri
–
[email protected]
Stjórnarráðið | Auglýsing úr Orra Hoppa yfir valmynd Navigation fyrir stærri skjái Stjórnarráð ÍslandsSkjaldarmerki – Fara heim Verkefni Verkefni...
Sækja um starfStjórnarráðið | Auglýsing úr Orra Hoppa yfir valmynd Navigation fyrir stærri skjái Stjórnarráð ÍslandsSkjaldarmerki – Fara heim Verkefni Verkefni...
Sækja um starfSumarafleysing – Sjúkraþjálfari/sjúkraþjálfanemi við Sjúkrahúsið á Akureyri Vegna sumarafleysinga er laus staða sjúkraþjálfara og/eða sjúkraþjálfanema við Sjúkrahúsið á Akureyri. Faglegur...
Sækja um starfMóttökuritari – sumarafleysing á Höfn í Hornafirði Laust er til umsóknar starf móttökuritara í 5 vikur í sumar á Heilbrigðisstofnun...
Sækja um starfSjúkraliðar/nemar í sumarafleysingar á HSN Sauðárkróki Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) Sauðárkróki óskar eftir sjúkraliðum og sjúkraliðanemum til starfa í sumarafleysingar á...
Sækja um starfSumarafleysingar lyflækningadeild – Sjúkraliðar/sjúkraliðanemar Vegna sumarafleysinga eru lausar til umsóknar stöður sjúkraliða/sjúkraliðanema við lyflækningadeild Sjúkrahússins á Akureyri. Næsti yfirmaður er...
Sækja um starf