Vatnajökulsþjóðgarður auglýsir störf landvarða á austurhluta suðursvæðis í vetur. Í boði eru fjórar stöður landvarða. Svæðið nær frá Breiðamerkursandi í vestri til Hoffellsjökuls í austri. Á svæðinu má bæði finna fjölsótta ferðamannastaði á borð við Jökulsárlón, en einnig má þar finna faldar náttúruperlur og vinsæl göngusvæði.
Starfsfólki á Breiðamerkursandi býðst að búa á Hrollaugsstöðum í Suðursveit, en þaðan er um 20 mínútna akstur á Jökulsárlón, og um 40 mínútna akstur á Höfn.
Á Breiðamerkursandi starfa landverðir við fjölbreyttar aðstæður, bæði niðri við sjó og uppi við jökul. Landverðir á Breiðamerkursandi sinna ýmsum verkefnum, svo sem fræðslu, upplýsingagjöf og eftirliti. Einnig þurfa þeir að vera tilbúnir til þess að sinna ræstingum og öðrum tilfallandi verkefnum á svæðinu öllu. Stór hluti starfsins felst í eftirliti við skriðjökla. Menntun eða reynsla af jöklaferðum er því kostur.
Æskilegt er að umsækjendur geti hafið störf þann 1. september 2022, eða sem fyrst eftir þann tíma.
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
Í rafrænu umsókninni, undir liðnum „Annað sem þú vilt að komi fram“, þurfa að koma fram eftirfarandi upplýsingar:
1. Réttindi og hæfni sem varða:
a. Landvarðaréttindi (hvaða ár og hvaðan)
b. Fyrstuhjálparréttindi (hvaða ár og hvaðan)
c. Tungumálakunnátta
d. Ökuréttindi
e. Önnur reynsla sem umsækjandi telur að gagnist honum í starfi
3. Hversu lengi umsækjandi gefur kost á sér til starfsins (lokadagsetning).
4. Annað sem viðkomandi vill koma á framfæri.
Umsækjendur eru hvattir til að hengja ferilskrá við rafrænu umsóknina.
Við hvetjum öll áhugasöm til að sækja um óháð kyni og uppruna.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 08.08.2022
Steinunn Hödd Harðardóttir, þjóðgarðsvörður
–
[email protected]
–
470 8332
Sigurður Óskar Jónsson, aðstoðarmaður þjóðgarðsvarðar
–
[email protected]
–
470 8333
Finnst þér gaman að þjónusta og vera á hreyfingu? Rekstrarþjónusta auglýsir eftir öflugum starfsmönnum í nýtt aðstoðarteymi deildarinnar. Teymið tilheyrir...
Sækja um starfYfirlandvörður á Breiðamerkursandi Vatnajökulsþjóðgarður auglýsir starf yfirlandvarðar á Breiðamerkusandi. Um er að ræða fjölbreytt og spennandi starf í einstakri náttúru....
Sækja um starfFjölbreytt og lífleg störf hjá rekstrarþjónustu Finnst þér gaman að þjónusta og vera á hreyfingu? Rekstrarþjónusta auglýsir eftir öflugum starfsmönnum...
Sækja um starf