Starf launafulltrúa á launadeild Landspítala er laust til umsóknar. Um er að ræða fullt dagvinnustarf sem felur í sér mikil samskipti og fjölbreytt og krefjandi verkefni.
Við sækjumst eftir öflugum einstaklingi sem er fljótur að læra og tileinka sér hlutina, með ríka þjónustulund, góða samskiptahæfni og sem sýnir frumkvæði, nákvæmni og aga í vinnubrögðum.
Launadeild heyrir undir rekstur og mannauð, þar starfa 16 aðilar í nánu samstarfi við starfsfólk spítalans. Meginverkefni launadeildar eru að tryggja að launavinnsla, afgreiðsla launa og launatengdra mála hljóti afgreiðslu í samræmi við samninga, lög, verklagsreglur og leiðbeiningar. Móttaka, úrvinnsla, skráning og varsla launagagna eru grundvallarþættir í starfsemi deildarinnar, sem og aðstoð og leiðbeiningar til starfsfólks og stjórnenda. Unnið er í Orra fjárhags- og mannauðskerfi ríkisins og Vinnustund.
Starfshlutfall er 100% og er starfið laust nú þegar eða eftir nánara samkomulagi. Í boði er frábær vinnuaðstaða, verkefnamiðað vinnurými, fyrsta flokks mötuneyti og stytting vinnuvikunnar.
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Sameyki hafa gert.
Allar umsóknir þurfa að fara rafrænt í gegnum ráðningarkerfi ríkisins. Náms- og starfsferilskrá skal fylgja umsókn. Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar. Öllum umsóknum verður svarað.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem yfir 6000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum með síðari breytingum. Landspítali áskilur sér rétt til að falla frá áformum um ráðningu eða ráða fleiri er einn á grundvelli auglýsingar þessarar.
Starfsmerkingar: Heilbrigðisþjónusta, Launafulltrúi
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 23.01.2023
Helga Sigurðardóttir
–
[email protected]
Skrifstofustjóri – Geðheilsuteymi HH austur Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins leitar eftir skrifstofu- og kerfisstjóra í ótímabundið starf við Geðheilsuteymi austur sem er þverfaglegt...
Sækja um starfSérfræðingur í lífeyrismálum Býr þú yfir mikilli þjónustulund og hefur áhuga á að ráðleggja lífeyrisþegum um réttindi? – þá ætti...
Sækja um starfSkrifstofustjóri – Heilsugæslan Efra-Breiðholti Laust er til umsóknar 100% ótímabundið starf skrifstofustjóra við Heilsugæsluna Efra-Breiðholti. Æskilegt er að viðkomandi getið...
Sækja um starfStarf bókara í matvælaráðuneyti Í matvælaráðuneytinu er laust til umsóknar starf bókara á skrifstofu fjármála. Starfið lýtur að færslu bókhalds, afstemmingu og...
Sækja um starfStjórnarráðið | Auglýsing úr Orra Hoppa yfir valmynd Navigation fyrir stærri skjái Stjórnarráð ÍslandsSkjaldarmerki – Fara heim Verkefni Verkefni...
Sækja um starfVerkefnastjóri við Heilbrigðis-, viðskipta og raunvísindasvið Háskólinn á Akureyri auglýsir laust til umsóknar tímabundið starf verkefnastjóra á skrifstofu Heilbrigðis-, viðskipta-...
Sækja um starf