Garðabær auglýsir laust til umsóknar starf leikskólafulltrúa. Leitað er að framsæknum leiðtoga með skýra sýn. Viðkomandi þarf að hafa metnað fyrir menntun og uppeldi barna og brenna fyrir velferð þeirra í góðu samstarfi við starfsfólk og foreldra.
Í Garðabæ eru starfandi 17 leikskólar, 7 grunnskólar og einn tónlistarskóli. Skólar í Garðabæ mynda samstæða heild sem stuðla að því að jafnræði sé í menntun barna og ungmenna.
Leikskólafulltrúi tekur þátt í innleiðingu á Menntastefnu Garðabæjar. Hann er næsti yfirmaður leikskólastjóra og hefur yfirumsjón með starfi leikskóla á vegum sveitarfélagsins. Hann ber ábyrgð á faglegri stjórnun, rekstri og samskiptum við leikskóla sveitarfélagsins. Hann vinnur að þróunar- og nýsköpunarverkefnum með skólum og öðrum aðilum sem koma að uppeldi og menntun barna í bænum. Leikskólafulltrúi veitir skólasamfélaginu ráðgjöf og stuðning.
Leikskólafulltrúi vinnur ásamt leikskólanefnd að framtíðarsýn varðandi aðstöðu og aðgengi að leikskólum í sveitarfélaginu í samstarfi við yfirstjórnendur og skólastjóra.
Helstu verkefni og ábyrgð:
Menntunar- og hæfniskröfur:
Umsóknarfrestur er til og með 13. febrúar 2023.
Nánari upplýsingar um starfið veita Linda Udengård væntanlegur sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs (linda@gardabaer.is) og Inga Þóra Þórisdóttir mannauðsstjóri (ingath@gardabaer.is)
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Starfsmannafélags Garðabæjar.
Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.
Umsókn skal fylgja starfsferliskrá og kynningarbréf ásamt greinargóðum upplýsingum um störf umsækjanda, menntun og reynslu sem varpað getur ljósi á færni hans til að sinna umræddu starfi.
Umsækjendur eru beðnir um að sækja um með því að smella á Skrá inn og sækja um starf hér fyrir neðan.
Starfamerkingar: Garðabær, Leikskólafulltrúi
Leitað er að öflugum stjórnanda í Kópavogsskóla sem hefur góða hæfni í samskiptum, áhuga á að þróa framsækið skólastarf, er...
Sækja um starfSjálandsskóli • Íslenskukennari • Umsjónarmaður frístundheimilis Urriðaholtsskóli • Atferlisþjálfi • Deildarstjóri á leikskólastigi • Leikskólakennari • Skólaliði • Þroskaþjálfi...
Sækja um starfKópavogsbær auglýsir eftir ráðgjafa tengiliða leikskóla bæjarins. Í Kópavogi eru 21 leikskóli með u.þ.b. 2100 börn og um 700 starfsmenn...
Sækja um starfLeikskólinn Austurkór leitar eftir leikskólastjóra. Leikskólinn Austurkór er sex deilda leikskóli í Kórahverfinu í Kópavogi. Skólastarfið einkennist af flæðandi dagskipulagi,...
Sækja um starfLeikskólinn Austurkór leitar eftir aðstoðarleikskólastjóra. Leikskólinn Austurkór er sex deilda leikskóli í Kórahverfinu í Kópavogi. Skólastarfið einkennist af flæðandi dagskipulagi,...
Sækja um starfVið þurfum á góðu fólki að halda til að koma til liðs við okkar frábæra hóp! Skólinn státar af metnaðarfullri...
Sækja um starf