Háskóli Íslands
Betri háskóli – betra samfélag
Laust er til umsóknar fullt starf lektors í dönsku máli við Mála- og menningardeild á Hugvísindasviði Háskóla Íslands. Um er að ræða starf erlends lektors sem til var stofnað samkvæmt samningi Háskóla Íslands og danska Mennta- og vísindaráðuneytisins (Uddannelse og Forskningsministeriet). Sjá nánar hér.
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag háskólakennara hafa gert.
Um er að ræða tímabundið starf sem ráðið verður í til þriggja ára með möguleika á framlengingu í allt að tvö ár, sbr. heimild í 4. mgr. 17. gr. laga nr. 85/2008 um opinbera háskóla.
Umsækjendur skulu láta eftirfarandi gögn fylgja umsókn sinni.
Í umsókn skal koma fram hver ritverka sinna, allt að fimm talsins, umsækjandi telur veigamest með tilliti til þess starfs sem um ræðir. Umsækjandi sendir eingöngu þessi ritverk sín með umsókn eða vísar til þess hvar þau eru aðgengileg á rafrænu formi. Þegar fleiri en einn höfundur stendur að innsendur ritverki skulu umsækjendur gera grein fyrir framlagi sínu til verksins. Enn fremur er ætlast til þess að umsækjendur láti fylgja með umsagnir um kennslu- og stjórnunarstörf sín eftir því sem við á.
Umsókn og umsóknargögnum sem ekki er skilað rafrænt skal skila í tvíriti til vísinda- og nýsköpunarsviðs Háskóla Íslands, Sæmundargötu 6, 101 Reykjavík.
Um meðferð umsókna, mat á hæfni umsækjenda og ráðningu í starfið er farið eftir ákvæðum laga nr. 85/2008 um opinbera háskóla og reglna nr. 569/2009 fyrir Háskóla Íslands. Samkvæmt 38. gr. reglnanna er rektor heimilt að veita framgang í starf dósents eða prófessors við nýráðningu uppfylli viðkomandi þau skilyrði.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 04.04.2023
Gísli Magnússon
–
[email protected]
Óskar Einarsson
–
[email protected]
Doktorsnemi í náms- og starfsráðgjöf við Félagsvísindasvið, Háskóli Íslands Háskóli Íslands, námsbraut í náms- og starfsráðgjöf auglýsir doktorsnemastyrk til 3ja...
Sækja um starfStærðfræðikennari í MK Menntaskólinn í Kópavogi auglýsir eftir kennara í stærðfræði frá og með 1. ágúst 2023 í 100% stöðu. ...
Sækja um starfTæknimaður á rannsóknastofu í frumulíffræði og sameindalíffræði við Lífvísindasetur Tæknistarf á rannsóknastofu við Lífvísindasetur Háskóla Íslands í rannsóknaverkefni á sviði...
Sækja um starfLektor í iðnaðarlíftækni Laust er til umsóknar fullt starf lektors í iðnaðarlíftækni við Háskóla Íslands. Iðnaðarlíftækni er þverfræðileg meistaranámsleið innan...
Sækja um starfLektor í landslagsarkitektúr við Landbúnaðarháskóla Íslands Laust er til umsóknar starf lektors í landslagsarkitektúr við deild Skipulags og hönnunar hjá...
Sækja um starfAðjúnkt í samfélagsgeðhjúkrun Háskólinn á Akureyri auglýsir lausa til umsóknar 49% stöðu aðjúnkts við námsbraut fagnáms sjúkraliða með áherslu á...
Sækja um starf