
Liðsmaður í hjálpartækjadeild
Stoð leitar að öflugum liðsmanni í hjálpartækjadeild. Um er að ræða krefjandi starf í samhentu teymi fagfólks sem sér um ráðgjöf og sölu á hjálpartækjum og heilbrigðisvörum.
Helstu verkefni
- Ráðgjöf, sala og markaðssetning á hjálpartækjum og heilbrigðisvörum til heilbrigðisstofnanna, hjúkrunarheimila og notenda
- Kynningar, innleiðing, fræðsla og eftirfylgni fyrir notendur og heilbrigðisstarfsfólk
- Greining vaxtatækifæra og verkefni tengd uppbyggingu hjúkrunarheimila
- Vinna við útboð og tilboðsgerð
- Samstarf við erlenda birgja, Sjúkratryggingar Íslands og aðra hagsmunaaðila
Hæfniskröfur
- Háskólamenntun af heilbrigðissviði t.d. sjúkraþjálfun, iðjuþjálfun, hjúkrunarfræði eða heilbrigðisverkfræði
- Þekking og reynsla af hjálpartækjum og heilbrigðisvörum
- Þekking á heilbrigðismarkaði kostur
- Reynsla af sölu og markaðsmálum æskileg
- Framúrskarandi samskiptahæfni og þjónustulund
- Frumkvæði, drifkraftur og jákvætt viðhorf
- Greiningar- og skipulagshæfileikar og metnaður til að ná árangri í starfi
- Mjög góð tölvukunnátta
UMSÓKNARFRESTUR ER TIL OG MEÐ 22. NÓVEMBER 2020
Sótt er um starfið hér í gegnum ráðningarvefinn. Umsókn skal fylgja ítarleg ferilskrá og kynningarbréf þar sem fram koma ástæður þess að sótt er um starfið og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.
Nánari upplýsingar veita Karen Bjarnhéðinsdóttir, deildarstjóri, karen@stod.is og Pétur Veigar Pétursson, starfsmannastjóri, petur@veritas.is.
Merkja við auglýsingu
Þú þarft að skrá þig inn til að vista þessa auglýsingu
Sækja um starf
Til að sækja um þetta starf, vinsamlega farðu á umsoknir.veritas.is.