
Listasafn Íslands leitar að verkefnastjóra sýninga/sýningastjórnun
Listasafn Íslands leitar að metnaðarfullum einstaklingi til að leiða verkstjórn við sýningarstarf safnsins. Í starfinu felast möguleikar á að byggja upp færni við sýningarstjórnun í krefjandi umhverfi. Verkefnastjóri sýninga hefur umsjón með sýningum safnsins og ber ábyrgð á mikilvægum verkþáttum í öllu sýningastarfi safnsins.
Um er að ræða fjölbreytt starf sem reynir á ólíka hæfni svo sem frumkvæði, útsjónarsemi, skapandi hugsun, samvinnu, tækniþekkingu og verkstjórn. Verkefnastjóri sýninga vinnur náið með safnstjóra safnsins sem leggur fram listræna sýn, ásamt starfsfólki sínu. Starfið snertir ólíka starfsemi safnsins og allar starfsstöðvar þess. Umsækjandi verður að búa að góðri þekkingu á íslenskri og alþjóðlegri listasögu og samtímamyndlist og hafa færni til að rita texta um myndlist.
Hæfniskröfur
- Háskólamenntun í listfræði er skilyrði
- Framhaldsmenntun æskileg
- Þekking á íslenskri listasögu 20. og 21. aldar er skilyrði
- Þekking á safneign Listasafns Íslands er kostur
- Reynsla af verkefnastjórnun er nauðsynleg
- Frjó og skapandi hugsun
- Færni í mótun lausna og hugmynda
- Sveigjanleiki og geta til að vinna sjálfstætt og í teymi
- Góð samskiptafærni og leiðtogahæfileikar
- Gott vald á íslensku og ensku í ræðu og riti
- Vönduð vinnubrögð og góðir skipulagshæfileikar
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Fólk er hvatt til að sækja um auglýst starf óháð kyni.
Um launakjör fer samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags. Umsókn skal fylgja náms- og ferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.
Umsóknarfrestur framlengdur til og með 19. janúar 2021.
Umsóknum skal skila rafrænt á netfangið: umsokn@listasafn.is merkt í efnislínu: Verkefnastjóri sýninga.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Harpa Þórsdóttir safnstjóri harpa@listasafn.is.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Litið verður svo á að umsóknir gildi í sex mánuði frá því að umsóknarfresti lýkur.
Merkja við auglýsingu
Þú þarft að skrá þig inn til að vista þessa auglýsingu