Heilbrigðisstofnun Vestfjarða óskar eftir að ráða ljósmæður til starfa á Ísafirði. Um er að ræða 60% – 80% starf í dagvinnu ásamt bakvöktum. Hér er frábært tækifæri til að öðlast góða reynslu í skemmtilegu umhverfi sem er sannkölluð útivistarparadís og mjög fjölskylduvænt.
Boðið er upp á góða aðlögun í upphafi starfs og aðstoð við öflun húsnæðis. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða eigi síðar en 1. mars 2023.
Störf ljósmóður felast meðal annars í fæðingarhjálp, umönnun sængurkvenna og nýbura á sjúkrahúsi og í heimahúsum. Tvær ljósmæður skipta á milli sín daglegum verkum og bakvöktum utan dagvinnu.
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Ljósmæðrafélag Íslands hafa gert.
Í boði er að stofnunin aðstoði við öflun íbúðarhúsnæðis. Með umsókn skal fylgja ítarleg náms- og starfsferilskrá ásamt fylgibréfi þar sem gert er grein fyrir hæfni og áhuga á starfinu ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Leggja skal fram staðfestar upplýsingar um menntun, fyrri störf og reynslu. Viðtöl verða tekin við umsækjendur og byggist ákvörðun um ráðningu í starfið á þeim ásamt innsendum gögnum og umsögnum meðmælenda.
Tekið er mið af jafnréttisstefnu stofnunarinnar við ráðningu.
Ísafjarðarbær- og Vestfirðir í heild- er paradís útivistarfólks og skiptir þá litlu í hvaða byggðarkjarna eða sveit fólk kemur sér fyrir. Óvíða ef nokkurs staðar er jafn stutt að fara úr iðandi mannlífi yfir í ósnortna náttúru og möguleikar til útivistar eru óteljandi, hvort sem er að sumri eða vetri.
Tækifærin til útivistar eru allt um kring, enginn tími fer í ferðalög til og frá vinnu. Börnin eru eins og blóm í eggi í leikskóla, grunnskóla, tónlistarskóla, íþróttastarfi, menntaskóla og jafnvel lýðskóla eða háskóla.
Fullt af spennandi atvinnutækifærum fyrir maka og margvísleg starfsemi sem krefst háskólamenntunar á svæðinu, sjá til dæmis laus störf á vef Ísafjarðarbæjar.
Öllum umsóknum verður svarað þegar tekin hefur verið ákvörðun um ráðningu.
Starfshlutfall er 60-80%
Umsóknarfrestur er til og með 19.12.2022
Erla Rún Sigurjónsdóttir, Deildarstjóri
–
[email protected]
–
696 9719
Hildur Elísabet Pétursdóttir, Framkvæmdastjóri hjúkrunar
–
[email protected]
–
695 2222
Sumarafleysing í sjúkraflutningum/húsumsjón á HSN Blönduósi Heilbrigðisstofnun Norðurlands Blönduósi óskar eftir aðila í sjúkraflutinga/húsumsjón í sumarafleysingar. Ráðningartími frá 1. júní...
Sækja um starfLæknanemar í sumarafleysingar á HSN Akureyri Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Akureyri auglýsir eftir læknanemum í sumarafleysingar. Ráðningartími er frá 1. júní...
Sækja um starfAlmennur læknir – Hefur þú augastað á augnlækningum? Við sækjumst eftir almennum lækni sem hefur áhuga á sérfræðinámi í augnlækningum....
Sækja um starfYfirlæknir – Upplýsingamiðstöð Laust er til umsóknar 20% tímabundið starf yfirlæknis til eins árs við Upplýsingamiðstöð HH. Æskilegt er að...
Sækja um starfAlmennur læknir – Hefur þú áhuga á húð- og kynsjúkdómalækningum? Við sækjumst eftir almennum lækni sem hefur áhuga á sérfræðinámi...
Sækja um starfViltu vera á skrá? Heimilislæknir, almennur læknir og læknakandídat Hér geta heimilislæknar og almennir læknar með starfsleyfi, auk kandídata skráð...
Sækja um starf