
Lögfræðingur á skrifstofu vinnumarkaðar og starfsendurhæfingar
Félagsmálaráðuneytið auglýsir laust til umsóknar starf lögfræðings á skrifstofu vinnumarkaðar og starfsendurhæfingar. Meginhlutverk skrifstofunnar er að undirbyggja stefnumarkandi ákvarðanir ráðherra og að hafa heildarsýn yfir þá málaflokka sem falla undir málefnasvið skrifstofunnar sem og önnur viðfangsefni sem undir ráðuneytið heyra, eftir því sem við á. Enn fremur er það hlutverk skrifstofunnar að hafa yfirsýn yfir framkvæmd stefnu stjórnvalda á málefnasviði skrifstofunnar og fylgja henni eftir, meðal annars með gerð lagafrumvarpa, þingsályktunartillagna og reglugerða sem og með þátttöku í nefndarstörfum innanlands og erlendis. Lögð er áhersla á gott samráð og samstarf við önnur ráðuneyti og stofnanir, svo sem Vinnumálastofnun og Vinnueftirlit ríkisins, sem og Alþingi og ýmsa hagsmunaaðila.
Leitað er eftir einstaklingi sem er reiðubúinn að takast á við krefjandi, áhugaverð og fjölbreytt verkefni á sviði vinnumarkaðar og starfsendurhæfingar þar sem reynir á öguð vinnubrögð, ábyrgð og sjálfstæði í starfi. Um er að ræða fullt starf.
Helstu verkefni og ábyrgð
Helstu verkefni tengjast löggjöf á málefnasviði skrifstofunnar, svo sem um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, atvinnuleysistryggingar, vinnumarkaðsaðgerðir, atvinnuréttindi útlendinga, Ábyrgðasjóð launa og fæðingar- og foreldraorlof.
Hæfnikröfur
– Fullnaðarpróf í lögfræði með embættis- eða meistaraprófi.
– Mjög góð hæfni í mannlegum samskiptum.
– Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
– Sveigjanleiki og samstarfshæfni.
– Skipulagshæfni.
– Mjög gott vald á íslensku og færni til að tjá sig í ræðu og riti.
– Góð kunnátta í ensku og færni til að tjá sig í ræðu og riti.
– Þekking og starfsreynsla á sviði opinberrar stjórnsýslu æskileg.
– Kunnátta í einu Norðurlandamáli æskileg.
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag háskólamenntaðra starfsmanna stjórnarráðs hafa gert.
Með umsókn skal fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hvernig viðkomandi uppfyllir þær kröfur um menntun og hæfni sem gerðar eru. Tekið skal fram að umsóknir geta gilt í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. reglur nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum, með síðari breytingum. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.
Ráðuneytið hvetur karla jafnt sem konur til að sækja um starfið. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 02.12.2019
Nánari upplýsingar veitir
Bjarnheiður Gautadóttir – bjarnheidur.gautadottir@frn.is – 5458100
Merkja við auglýsingu
Þú þarft að skrá þig inn til að vista þessa auglýsingu
Sækja um starf
Til að sækja um þetta starf, vinsamlega farðu á radningarkerfi.orri.is.