
Lögfræðingur óskast í nýtt og spennandi starf
Lögfræðingur óskast til starfa hjá 2F Húsi Fagfélaganna sem er þjónustuskrifstofa iðnaðarmannasamfélagsins að Stórhöfða 31.
Helstu verkefni eru að veita ráðgjöf varðandi túlkun ráðningarsamninga, kjarasamninga og laga. Aðkoma að starfshópum á vegum iðnaðarmannasamfélagsins, þátttaka í kjaraviðræðum,
umsagnir og málarekstur þegar svo ber undir.
Gerð er krafa um að umsækjendur hafi lokið meistaraprófi í lögfræði og æskilegt er að hafa málflutningsréttindi. Þekking og reynsla af vinnumarkaðsmálum er kostur.
Um er að ræða nýtt og spennandi starf í krefjandi starfsumhverfi.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Pálmi Finnbogason (palmi@2f.is).
Umsóknir sendist á netfangið logmadur@2f.is.
Umsóknarfrestur er framlengdur til 29. september.
Merkja við auglýsingu
Þú þarft að skrá þig inn til að vista þessa auglýsingu