Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra auglýsir lausar til umsóknar fjórar stöður lögreglumanna með starfsstöð á Húsavík. Gert er ráð fyrir að lögreglustjóri setji í stöðurnar til sex mánaða frá og með 1. júní 2023, með fimm ára skipun í huga að liðnum reynslutíma.
Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra er nútímaleg og framsækin stofnun sem er til staðar fyrir alla alltaf. Megináhersla er lögð á að starfsfólk búi yfir þekkingu og hæfni til að takast á við fjölbreytt verkefni. Áhersla er á traust og gagnsæi í samskiptum, jafnrétti, starfsánægju og heilbrigðan starfsanda
Hlutverk lögreglu er að gæta almannaöryggis og tryggja réttaröryggi; stemma stigum við afbrotum og vinna að uppljóstran brota; greiða götu borgaranna og veita yfirvöldum aðstoð við framkvæmd starfa sinna og að halda uppi almannafriði og allsherjarreglu.
Umsækjendur skulu hafa lokið prófi frá Lögregluskóla ríkisins eða diplómanámi í lögreglufræðum sem jafngildir a.m.k. 120 stöðluðum námseiningum, þ.m.t. starfsnámi á vegum lögreglunnar. Þó er heimilt að ráða ófagmenntað fólk til tímabundinna afleysingastarfa ef ekki sækja um fagmenntaðir einstaklingar.
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Landssamband lögreglumanna hafa gert.
Starfshlutfall er 100% og er vaktavinna með bakvaktaskyldu, þannig að aðsetur á Húsavík á meðan á vaktatörn stendur er skilyrði.
Umsóknir sem berast eftir að umsóknarfresti lýkur verða ekki teknar til greina. Öllum umsækjendum verður svarað þegar ákvörðun um skipun hefur verið tekin. Athygli er vakin á að umsóknir munu gilda í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út.
Sækja skal um stöðurnar með rafrænum hætti á vef starfatorgs, www.starfatorg.is.
Engan má skipa, setja eða ráða til starfa hjá lögreglu sem hefur hlotið fangelsisdóm fyrir refsiverðan verknað sem framinn var eftir að hann varð fullra 18 ára eða sýnt af sér háttsemi sem getur rýrt það traust sem starfsmenn lögreglu verða almennt að njóta. Til þess að staðreyna þetta er lögreglu heimilt að afla upplýsinga úr sakaskrá og málaskrám lögreglu.
Embættið leggur áherslu á jafnrétti og hvetur fólk af öllum kynjum til að sækja um.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 11.04.2023
Kristján Kristjánsson, yfirlögregluþjónn
–
[email protected]
–
444-2800
Jóhannes Sigfússon, aðstoðaryfirlögregluþjónn
–
[email protected]
–
444-2800
Lögreglumenn – Akureyri – Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra auglýsir lausar til umsóknar fimm stöður lögreglumanna með...
Sækja um starfLögreglufulltrúi hjá embætti ríkislögreglustjóra við Mennta- og starfsþróunarsetri lögreglunnar Við embætti ríkislögreglustjóra er laus til umsóknar ein staða lögreglufulltrúa hjá...
Sækja um starfRannsóknarlögreglumaður – Akureyri – Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra auglýsir lausa til umsóknar stöðu rannsóknarlögreglumanns við embættið,...
Sækja um starfStjórnarráðið | Auglýsing úr Orra Hoppa yfir valmynd Navigation fyrir stærri skjái Stjórnarráð ÍslandsSkjaldarmerki – Fara heim Verkefni Verkefni...
Sækja um starfSumarafleysingar lögreglumenn – lögreglan á Austurlandi Lögreglustjórinn á Austurlandi auglýsir eftir lögreglumönnum til afleysinga á Eskifirði og Egilsstöðum. Stöðurnar veitast...
Sækja um starfAðstoðaryfirlögregluþjónn á löggæslusviði – Lögreglustjórinn á Suðurnesjum Við embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum er laus til umsóknar staða aðstoðaryfirlögregluþjóns í almennri...
Sækja um starf