Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN), auglýsir 50% stöðu málastjóra í geðheilsuteymi HSN með starfstöð á Blönduósi eða Sauðárkróki. Hlutverk málastjóra er að hafa umsjón með meðferð skjólstæðinga teymisins og vera tengiliður við annað fagfólk í teyminu. Málastjóri er einnig ábyrgur fyrir samvinnu við aðrar stofnanir s.s. félagsþjónustu og barnavernd. Leitað er að geðhjúkrunarfræðingi, hjúkrunarfræðingi eða öðrum heilbrigðisstarfsmanni með reynslu og þekkingu sem nýtist í starfi málastjóra. Næsti yfirmaður er teymisstjóri geðheilsuteymis.
Stefnt er að ráðningu frá og með 1. maí 2023 eða eftir samkomulagi
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
Geðheilsuteymið er 2. stigs þjónusta sem veitir sérhæfða endurhæfingu og meðferð vegna geðraskana án innlagna á sjúkrahús. Markhópar þjónustu teymisins eru þeir einstaklingar með geðraskanir sem þurfa meiri þjónustu en hægt er að veita í fyrstu línu heilsugæslunnar en þurfa ekki á þjónustu geðdeildar að halda.
Geðheilsuteymið sinnir öllu Norðurlandi en málastjóri á Blönduósi eða Sauðárkróki mun sinna skjólstæðingum sem eru búsettir í Skagafirði og Húnaþingi eystra.
Tekið er á móti rafrænum umsóknum á starfatorg.is með því að smella á hlekkinn hér að neðan. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Umsókn fylgi starfsferliskrá og upplýsingar um nám og fyrri störf. Umsækjendur eru auk þess beðnir um að skila kynningarbréfi með rökstuðningi fyrir hæfi og sýn á starfið.
Starfshlutfall er 50%
Umsóknarfrestur er til og með 03.04.2023
Svana Rún Símonardóttir, Teymisstjóri geðheilsuteymis HSN
–
[email protected]
–
432 4978
Pétur Maack Þorsteinsson, Yfirsálfræðingur HSN
–
[email protected]
–
432 4970
Yfirlæknir barna- og unglingageðdeildar BUGL Starf yfirlæknis barna- og unglingageðdeildar BUGL er laust til umsóknar. Yfirlæknir er leiðtogi og hefur þríþætta...
Sækja um starfHjúkrunarfræðingur óskast á taugalækningadeild Við sækjumst eftir metnaðarfullum hjúkrunarfræðingi til að starfa með okkur á taugalækningadeild í Fossvogi. Við bjóðum...
Sækja um starfSérfræðingur í heimilislækningum – Heilsugæslan Efra-Breiðholt Laust er til umsóknar ótímabundið starf sérfræðings í heimilislækningum við Heilsugæsluna Efra-Breiðholti. Viðkomandi þarf...
Sækja um starfLjósmóðir – Heilsugæslan Efra-Breiðholt Heilsugæslan í Efra-Breiðholti auglýsir eftir ljósmóður í 80% ótímabundið starf. Starfið felur í sér mæðravernd og...
Sækja um starfSkemmtilegt sumarstarf – Hjúkrunarfræðingur Heimahjúkrun HH leitar eftir hjúkrunarfræðingi í sumarstarf. Um er að ræða tímabundið vaktavinnustarf á morgun-, kvöld-...
Sækja um starfSumarafleysing móttökuritara Stykkishólmi Starfsmaður óskast til sumarafleysinga í móttöku Heilbrigðisstofnunar Vesturlands. Starfshlutfall er 80-100% – eftir samkomulagi. Tímabilið sem um...
Sækja um starf