Rekstrar- og mannauðssvið auglýsir eftir öflugum mannauðsstjóra.
Landspítali auglýsir eftir öflugum einstaklingi með mikla reynslu af mannauðsmálum, í starf mannauðsstjóra hjá geðþjónustu spítalans. Mannauðsstjóri sviðs sinnir virkri þátttöku, ráðgjöf og stuðningi við stjórnendur og starfsfólk sviðsins í öllum verkþáttum mannauðsmála, þ.e. í ráðningum, þjálfun og starfsþróun, endurgjöf, kjaramálum, samskiptum, heilsu og öryggi, í samræmi við stefnu Landspítala hverju sinni. Leitað er að kraftmiklum einstaklingi sem brennur fyrir málstað mannauðsmála og spítalans. Starfið er ábyrgðarmikið og krefjandi og reynir á frumkvæði, stefnumótandi hugsun og samskiptahæfileika. Mannauðsstjóri heyrir undir framkvæmdastjóra rekstrar- og mannauðssvið og vinnur náið með öðrum deildum sviðsins.
Starfið er ótímabundið og starfshlutfall er 100%. Í boði er frábær vinnuaðstaða, fyrsta flokks mötuneyti og stytting vinnuvikunnar.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
Allar umsóknir þurfa að fara rafrænt í gegnum ráðningarkerfi ríkisins.
Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi, ef við á. Fylgiskjöl skulu vera á pdf formi.
Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem yfir 6700 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að þar sé veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónusta byggð á vísindum, fagmennsku og umhyggju, öflugu fagfólki og studd með umgjörð og aðbúnaði sem sómi er að.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá birtingu auglýsingar, sbr. 3. tl. 2. mgr. 2. gr. reglna nr. 1000/2019 um auglýsingar lausra starfa með síðari breytingum.
Öllum umsóknum verður svarað.
Starfsmerkingar: Heilbrigðisþjónusta, Mannauðsstjóri
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 27.03.2023
Eva Ýr Gunnlaugsdóttir
–
[email protected]
Gunnar Ágúst Beinteinsson
–
[email protected]
Hjúkrunarfræðingur – Heilsugæslan Efra-Breiðholt Heilsugæslan í Efra-Breiðholti auglýsir eftir hjúkrunarfræðingi í 80-100% ótímabundið starf. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið...
Sækja um starfNotendaþjónusta klínískra kerfa hjá Þjónustumiðstöð á þróunarsviði Við leitum að lausnamiðuðum og jákvæðum starfsmanni með ríka þjónustulund í teymið okkar....
Sækja um starfSjúkraliðar og sjúkraliðanemar í starfsnámi á smitsjúkdómadeild Sjúkraliðar og sjúkraliðanemar í starfsnámi óskast til starfa á smitsjúkdómadeild A7 í Fossvogi....
Sækja um starfSjúkraliðar / sjúkraliðanemar óskast í sumarafleysingar á hjúkrunarheimilið Hraunbúðir hjá HSU, Vestmannaeyjum. Sjúkraliðar eða sjúkraliðanemar óskast í sumarafleysingar á Hraunbúðir...
Sækja um starfSjúkraliði – Fáskrúðsfjörður – Hjúkrunarheimilið Uppsalir – SUMARAFLEYSINGAR 2023 Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) óskar eftir að ráða í sumarafleysingu sjúkraliða á...
Sækja um starfHjúkrunarnemar á 1.- 4. ári – Hlutastörf með námi á smitsjúkdómadeild Langar þig í hvetjandi og lærdómsríkt starf þar sem...
Sækja um starf