
Móttökuritari
Verksvið er samskipti við sjúklinga og móttaka. Innritun og leiðbeiningar við útskrift. Uppgjör í lok dags. Pöntun og móttaka á vörum. Aðstoð á skurðstofum og vöknun. Æskileg er góð tjáning og
ritun á íslensku og ensku, haldgóð tölvukunnátta (word/excel), frumkvæði, samskiptahæfni, stundvísi og faglegur metnaður. Grunnmenntun í heilbrigðisfræðum s.s. sjúkraliðanám til framdráttar.
Upplýsingar veitir Stefán E. Matthíasson framkvæmda stjóri sem tekur við umsóknum með náms og starfsferilsskrá auk meðmælenda, rafrænt á stefan@laekning.is.
Starfskjör eru samningsatriði en grundvallast á samningi SA og viðkomandi stéttarfélags.
Um er að ræða 60-80% starf.
Umsóknafrestur er til 17. apríl 2021.
Merkja við auglýsingu
Þú þarft að skrá þig inn til að vista þessa auglýsingu