Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) óskar eftir að ráða móttökuritara í sumarafleysingu júlí til ágúst sem sinnir heilsugæslu á Djúpavogi og svörun fyrir Breiðdalsvík/Fjarðabyggð. Starfshlutfall er 80-100% eða samkvæmt samkomulagi. Með möguleika á áframhaldandi ráðningu í tímavinnu í vetur í afleysingar á tilfallandi.
Símsvörun og vinna með afgreiðslukerfi við móttöku skjólstæðinga heilsugæslunnar. Daglegt uppgjör sjóðvéla. Afhending lyfjapantana. Húsumsjón og þrif á heilsugæslustöðinni á Djúpavogi.
Stúdentspróf er æskilegt. Þekking og vald á að vinna upplýsingar á tölvutæku formi, almenn ökuréttindi, kunnátta í ensku og einu Norðurlandamáli, tölulæsi og færni í upplýsinga- og fjarskiptatækni. Gild almenn ökuréttindi. Lögð er áhersla á metnað í starfi, stundvísi, skipulögð vinnubrögð, jákvæðni og sveigjanleika. Lipurð og áreiðanleiki í samskiptum eru skilyrði. Íslenskukunnátta áskilin.
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag opinberra starfsmanna á Austurlandi hafa gert.
Umsóknum um auglýst störf skal skilað rafrænt til HSA . Öllum umsóknum verður svarað. Tekið er mið af jafnréttisstefnu HSA við ráðningar. Tóbaksnotkun er ekki heimil á vinnutíma innan HSA.
HSA starfar á þremur fagsviðum; heilsugæslu-, hjúkrunar- og sjúkrasviði en alls eru starfsstöðvarnar þrettán talsins. Áhersla er lögð á samvinnu þvert á byggðarlög. Stofnunin þjónar rúmlega 11.000 íbúum frá Djúpavogi til Bakkafjarðar, auk ferðamanna sem sækja Austurland heim. HSA vill byggja þjónustu sína á mannvirðingu, þekkingu og þverfaglegri samvinnu.
Starfshlutfall er 70%
Umsóknarfrestur er til og með 03.02.2023
Guðrún Pétursdóttir
–
[email protected]
Margrét Helga Ívarsdóttir
–
[email protected]
Starfsfólk við aðhlynningu í sumarafleysingar á HSN Siglufirði Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) Siglufirði óskar eftir starfsmönnum við aðhlynningu í sumarafleysingar. Ráðningartími...
Sækja um starfLæknir í sumarafleysingar á HSN Sauðárkróki Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Sauðárkróki óskar eftir reyndum lækni til starfa í sumarafleysingar. Læknar sem...
Sækja um starfHjúkrunarfræðingur á heilsugæslu – sumarafleysing Heilbrigðisstofnun Vestfjarða óskar eftir að ráða hjúkrunarfræðing í sumarafleysingu á heilsugæslu stofnunarinnar á Ísafirði. Um...
Sækja um starfLæknir í sumarafleysingar á HSN Húsavík Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Húsavík óskar eftir lækni til starfa í sumarafleysingar. Læknar sem starfa...
Sækja um starfMatráður – sumarafleysing Heilbrigðisstofnun Vestfjarða óskar að ráða matráð í sumarafleysingar í eldhúsið á Ísafirði. Um vaktavinnu er að ræða...
Sækja um starfHjúkrunarfræðingur á Sjúkradeild – sumarafleysing Heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Ísafirði óskar að ráða hjúkrunarfræðing til sumarafleysinga frá 1. júní 2023, eða...
Sækja um starf