Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) óskar eftir að ráða móttökuritara í sumarafleysingu hjá HSA í Neskaupstað. Starfshlutfall er 100% eða samkvæmt samkomulagi.
Símsvörun og vinna með afgreiðslukerfi við móttöku skjólstæðinga.
Gerð er krafa um stúdentspróf, þekkingu og vald á að vinna upplýsingar á tölvutæku formi, gild almenn ökuréttindi, kunnáttu í ensku og einu Norðurlandamáli, tölulæsi og færni í upplýsinga- og fjarskiptatækni. Lögð er áhersla á metnað í starfi, skipulögð vinnubrögð, jákvæðni og sveigjanleika. Lipurð og áreiðanleiki í samskiptum eru skilyrði. Íslenskukunnátta áskilin.
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Starfsmannafélag Fjarðabyggðar hafa gert.
Umsóknum um auglýst störf skal skilað rafrænt til HSA . Öllum umsóknum verður svarað. Tekið er mið af jafnréttisstefnu HSA við ráðningar. Tóbaksnotkun er ekki heimil á vinnutíma innan HSA.
HSA starfar á þremur fagsviðum; heilsugæslu-, hjúkrunar- og sjúkrasviði en alls eru starfsstöðvarnar þrettán talsins. Áhersla er lögð á samvinnu þvert á byggðarlög. Stofnunin þjónar rúmlega 11.000 íbúum frá Djúpavogi til Bakkafjarðar, auk ferðamanna sem sækja Austurland heim. HSA vill byggja þjónustu sína á mannvirðingu, þekkingu og þverfaglegri samvinnu.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 03.02.2023
Borghildur F. Kristjánsdóttir
–
[email protected]
–
470-1482 / 868-8725
Stjórnarráðið | Auglýsing úr Orra Hoppa yfir valmynd Navigation fyrir stærri skjái Stjórnarráð ÍslandsSkjaldarmerki – Fara heim Verkefni Verkefni...
Sækja um starfSamskiptafulltrúi á skrifstofu forstjóra Laus er til umsóknar staða samskiptafulltrúa á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Um er að ræða 70-80% stöðu...
Sækja um starfVerkefnisstjóri í starfsmannaþjónustu Félagsvísindasviðs Háskóla Íslands Laust er til umsóknar fullt starf verkefnisstjóra í starfsmannaþjónustu á Félagsvísindasviði Háskóla Íslands. Ef...
Sækja um starfDoktorsnemi við Menntavísindasvið Háskóla Íslands Auglýst er eftir doktorsnema til að taka þátt í rannsóknarverkefni sem nýlega hlaut verkefnisstyrk úr...
Sækja um starfSumarafleysing – Móttökuritari Viltu slást í hópinn og taka þátt í spennandi uppbyggingu? Heilbrigðisstofnun Suðurnesja óskar eftir að ráða móttökuritara...
Sækja um starfMóttökuritari – Heilsugæslan Grafarvogi Heilsugæslan Grafarvogi auglýsir eftir einstaklingi í afleysingarstarf móttökuritara. Um er að ræða 80% starf til sex...
Sækja um starf