Við leitum að lausnamiðuðum og jákvæðum starfsmanni með ríka þjónustulund í teymið okkar. Okkar hlutverk er að veita öðrum starfsmönnum spítalans notendaþjónustu við klínísk kerfi spítalans aðallega Sögu og Heilsugátt. Við aðstoðum notendur í gegnum síma, ráðleggjum, kennum og grúskum í flóknum málum sem koma upp.
Hjá heilbrigðis- og upplýsingatæknideild (HUT) starfa um 70 manns auk fjölda verktaka. Deildin, sem tilheyrir þróunarsviði, ber ábyrgð á tölvubúnaði og tölvukerfum spítalans ásamt öllum lækningatækjabúnaði. Hlutverk HUT er að styðja sem best við starfsemi spítalans með tæknilausnum og leiða stafræn framþróunarverkefni sem öll miða að hærra þjónustustigi og aukinni skilvirkni.
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
Allar umsóknir þurfa að fara rafrænt í gegnum ráðningarkerfi ríkisins. Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi, ef við á. Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem yfir 6700 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að þar sé veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónusta byggð á vísindum, fagmennsku og umhyggju, öflugu fagfólki og studd með umgjörð og aðbúnaði sem sómi er að.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá birtingu auglýsingar, sbr. 3. tl. 2. mgr. 2. gr. reglna nr. 1000/2019 um auglýsingar lausra starfa með síðari breytingum.
Öllum umsóknum verður svarað.
Starfsmerkingar: Heilbrigðisþjónusta, Sérhæfður starfsmaður
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 27.03.2023
Perla Lund Konráðsdóttir
–
[email protected]
Sérfræðingur í svæfinga- og gjörgæslulækningum Laus er til umsóknar staða sérfræðings í svæfinga- og gjörgæslulækningum á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Starfshlutfall...
Sækja um starfLæknir – vera á skrá hjá HSU Hér geta læknar með starfsleyfi og læknanemar skráð almenna starfsumsókn Umsóknir hverfa eftir...
Sækja um starfSkemmtilegt sumarstarf – Hjúkrunarfræðingur Heimahjúkrun HH leitar eftir hjúkrunarfræðingi í sumarstarf. Um er að ræða tímabundið vaktavinnustarf á morgun-, kvöld-...
Sækja um starfSjúkraliði- Heimahjúkrun HH Heimahjúkrun Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins leitar eftir sjúkraliða í vaktavinnu. Um er að ræða ótímabundið starf á morgun-, kvöld-...
Sækja um starfHjúkrunarfræðingur á göngudeild lungna – nýtt starf Laust er til umsóknar nýtt starf hjúkrunarfræðings á göngudeild lungna á A3 í...
Sækja um starfStjórnarráðið | Auglýsing úr Orra Hoppa yfir valmynd Navigation fyrir stærri skjái Stjórnarráð ÍslandsSkjaldarmerki – Fara heim Verkefni Verkefni...
Sækja um starf