
Ráðgjafar í Business Central / NAV lausnum
Um Netheim
Netheimur stækkar og eflir sterkan hóp af frábæru fólki.
Við setjum viðskiptavininn ávallt í fyrsta sæti.
Netheimur hefur stofnað Business Central / Dynamics NAV deild innan fyrirtækisins og leitar að fleiri snillingum til að takast á við spennandi tækifæri.
Nú þegar eru miklir reynsluboltar gengnir til liðs við okkur með yfir 20 ára reynslu í NAV.
Starfssvið
Við leitum að metnaðarfullum og þjónustuliprum einstaklingum til að sinna þjónustu og ráðgjöf til viðskiptavina. Viðkomandi mun taka þátt í þróun og umbótum í ört stækkandi umhverfi því hjá Netheimi hafa allir rödd.
Almennar hæfniskröfur
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi, t.d. viðskiptafræði eða lokið námi sem viðurkenndur bókari
- Gott skipulag, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum er nauðsynlegt
- Metnaður, jákvæðni, þjónustulund og góð hæfni í mannlegum samskiptum er öllum kostur
Þekking og reynsla
- Reynsla og góð þekking á fjárhagskerfum er kostur og ef þú hefur unnið með Business Central / Dynamics NAV hefur þú forskot á hina.
- Reynsla af sambærilegu starfi er kostur
- Æskilegt er að viðkomandi hafi góða tækniþekkingu og getu til að setja sig inn í nýjar lausnir
Fyrir allar frekari upplýsingar má senda tölvupóst á kristinn@netheimur.is
Umsóknarfrestur til 28. mars.
Eingöngu tekið á móti umsóknum í gegnum Job.
Merkja við auglýsingu
Þú þarft að skrá þig inn til að vista þessa auglýsingu