
Ráðgjafi óskast
Sjónarhóll, ráðgjafarmiðstöð fyrir fjölskyldur barna með sérþarfir, óskar eftir að ráða ráðgjafa í fullt starf út þetta ár, með möguleika á lengri ráðningu.
Starfið felur í sér óháða ráðgjöf og stuðning við foreldra þar sem þarfir fjölskyldunnar eru hafðar að leiðarljósi.
Það felur meðal annars í sér að veita foreldrum upplýsingar um rétt til stuðnings vegna þarfa fjölskyldunnar og aðstoða við að fylgja þeim rétti eftir.
Hæfniskröfur:
• Háskólamenntun á sviði félags-, mennta- eða heilbrigðisþjónustu eða önnur sambærileg sérmenntun sem nýtist í starfi.
• Reynsla af starfi með fjölskyldum barna með sérþarfir skilyrði.
• Staðgóð þekking á úrræðum í málefnum barna með sérþarfir og fjölskyldna þeirra skilyrði.
• Geta til að starfa sjálfstætt en jafnframt færni í samstarfi.
• Lipurð í mannlegum samskiptum.
Annað:
Þyrfti að geta hafið störf sem fyrst.
Nánari upplýsingar um starfsemi Sjónarhóls er að finna á heimasíðunni www.sjonarholl.is.
Frekari upplýsingar veitir Elísabet Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri í síma 5351900.
Umsóknir ásamt ferilskrá sendist til Sjónarhóls – ráðgjafarmiðstöðvar ses. á Háaleitisbraut 11-13 fyrir 23. febrúar nk. eða á netfangið elisabet@sjonarholl.is
Merkja við auglýsingu
Þú þarft að skrá þig inn til að vista þessa auglýsingu