
Ráðgjöf og verkefnastjórn – ÖBÍ
Starfssvið:
- Ráðgjöf í ýmsum réttindamálum
- Starfsmaður málefnahóps um húsnæðismál
- Túlkun laga og reglugerða
- Kærur, álitsgerðir og umsagnir um lagafrumvörp
- Verkefnastjórn, skipulagning funda og viðburða
- Önnur tilfallandi verkefni
Hæfniskröfur:
- Háskólagráða í lögfræði, félagsráðgjöf, félagsfræði eða önnur menntun sem nýtist í starfi
- Brennandi áhugi á mannréttinda- og réttindamálum
- Reynsla og þekking á málefnum fatlaðs fólks og öryrkja er kostur
- Þekking á stjórnsýslurétti, almannatryggingum og alþjóðlegum mannréttindasamningum eins og samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks er æskileg
- Góð íslenskukunnátta og ritfærni
- Færni í ensku og einu Norðurlandamáli er æskileg
- Skipulagshæfni, vönduð og sjálfstæð vinnubrögð
- Lipurð og hæfni í mannlegum samskiptum
ÖBÍ er heildarsamtök hagsmuna og mannréttinda fatlaðs fólks á Íslandi. Bandalagið samanstendur af 43 aðildarfélögum fatlaðs fólks, öryrkja, einstaklinga með langvinna sjúkdóma og aðstandenda þeirra. Aðildarfélögin eru hagsmunasamtök ólíkra fötlunarhópa sem öll starfa á landsvísu. Samanlagður félagafjöldi þeirra er um 30 þúsund manns. Hlutverk ÖBÍ er að vinna að samfélagslegu réttlæti, bættum lífsgæðum og kjörum auk þess að vera stefnumótandi í réttindamálum hagsmunahópsins. Skrifstofa ÖBÍ er í aðgengilegu húsnæði í Sigtúni 42, Reykjavík. Nánari upplýsingar á obi.is.
Fatlað fólk og/eða fólk með skerta starfsgetu er hvatt til að sækja um. Mögulegt er að ráða tvo einstaklinga í starfið og skiptist þá starfshlutfallið eftir samkomulagi.
Upplýsingar veitir:
Inga S. Arnardóttir – inga@hagvangur.is
Merkja við auglýsingu
Þú þarft að skrá þig inn til að vista þessa auglýsingu
Sækja um starf
Til að sækja um þetta starf, vinsamlega farðu á jobs.50skills.com.