Auglýst er laust til umsóknar embætti ráðuneytisstjóra í innviðaráðuneytinu.
Verkefni ráðuneytisins ná til fjölmargra sviða þjóðfélagsins og varða meðal annars samgöngur, sveitarstjórnar- og byggðamál, grunnskrár, húsnæðis- og mannvirkjamál og skipulagsmál. Undir ráðuneytið heyra Byggðastofnun, Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, Rannsóknarnefnd samgönguslysa, Samgöngustofa, Skipulagsstofnun, Vegagerðin og Þjóðskrá Íslands.
Hlutverk ráðuneytisins er að vera leiðandi í stefnumótun og áætlanagerð, hafa eftirlit með stofnunum og eigum ríkisins, meðferð stjórnsýslukæra og rekstur og starfsmannahald ráðuneytisins. Einnig er ráðuneytið í alþjóðlegu samstarfi, leggur áherslu á víðtækt samráð og upplýsingagjöf og vandaða vinnu við gerð laga og reglugerða.
Ráðuneytisstjóri stýrir ráðuneytinu undir yfirstjórn innviðaráðherra. Ráðherra setur ráðuneytisstjóra erindisbréf þar sem kveðið er á um starfssvið og starfsskyldur, sbr. 18. gr. laga nr. 115/2011 um Stjórnarráð Íslands. Starfssvið og starfsskyldur ráðuneytisstjóra eru víðtækar og ber ráðuneytisstjóri m.a. fjárhagslega og faglega ábyrgð gagnvart ráðherra á starfsemi ráðuneytis. Þá ber ráðuneytisstjóra að veita ráðherra upplýsingar og ráðgjöf þannig að ráðherra geti sinnt lögbundnu hlutverki sínu og stefnumótun og sé vel upplýstur varðandi þau mál sem unnið er að. Ráðuneytisstjóra ber einnig að stuðla að framgangi og árangri löggjafar á málefnasviðum ráðuneytisins og að afgreiðsla mála á hverjum tíma sé fagleg. Þá ber ráðuneytisstjóra að samhæfa stefnumótun á öllum málefnasviðum ráðuneytisins, stuðla að samhentri stjórnsýslu og samræma stefnu og aðgerðir ráðuneytisins við vinnu annarra ráðuneyta þegar málefni og málefnasvið skarast.
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
Innviðaráðherra skipar í embættið frá 1. maí 2023 til fimm ára. Um laun og önnur starfskjör fer samkvæmt gildandi lögum á hverjum tíma.
Umsókn skal fylgja ítarleg ferilskrá ásamt kynningarbréfi með upplýsingum um ástæðu umsóknar og þann árangur sem viðkomandi hefur náð í starfi og telur að nýtist embættinu. Hæfnisnefnd metur hæfni umsækjendea samkvæmt reglum nr. 393/2012. Umsókn skal skila rafrænt á starfatorg.is.
Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 31.01.2023
Ingilín Kristmannsdóttir, Skrifstofustjóri stefnumótunar og fjárlaga
–
[email protected]
Deildarstjóri Nemendaráðgjafar Háskóla Íslands Laust er til umsóknar fullt starf deildarstjóra hjá Nemendaráðgjöf Háskóla Íslands, NHÍ (áður Náms- og starfsráðgjöf...
Sækja um starfDeildarstjóri Bygginga- og tæknideildar Háskóli Íslands leitar nú eftir öflugum stjórnanda í starf deildarstjóra Bygginga- og tæknideildar sem er ein...
Sækja um starfEmbætti skólameistara Kvennaskólans í Reykjavík Kvennaskólinn í Reykjavík er opinber framhaldsskóli og hefur starfað sem slíkur frá árinu 1979 en...
Sækja um starfEmbætti skólameistara Menntaskólans á Akureyri Menntaskólinn á Akureyri er hefðbundinn bóknámsskóli með bekkjakerfi en náminu er þó skipt í áfanga...
Sækja um starfForstöðulæknir bæklunarskurðlækninga við Sjúkrahúsið á Akureyri Laus er til umsóknar staða forstöðulæknis bæklunarskurðlækninga við Sjúkrahúsið á Akureyri. Staðan veitist frá...
Sækja um starfEmbætti rektors Menntaskólans í Reykjavík Menntaskólinn í Reykjavík er hefðbundinn bóknámsskóli með bekkjarkerfi. Skólinn býður upp á nám á tveimur...
Sækja um starf