
Rafmagnstæknifræðingur
Össur leitar að fjólhæfum einstaklingi í fjölbreytt starf sem felst í þróun og prófunum á rafstýrðum lækningabúnaði í Bionic vörulínu Össurar ásamt því að hafa umsjón með rafmagnsbúnaði þróunardeildar.
Starfssvið
- Bygging frumgerða af rafmagnstækjum
- Samsetning, villuleit, lagfæringar og breytingar á rafmagnstækjum
- Hönnun á prófunarbúnaði
- Yfirumsjón með rafmagnsverkstæði
- Yfirumsjón með tækjabúnaði
- Umsjón með kvörðun og viðhaldi á tækjum
- Skjölun á þróunarvinnu og prófunum
Hæfniskröfur
- Menntun í rafmagnstæknifræði, rafmagnsverkfræði eða sambærilegu námi
- Að minnsta kosti 3 ára starfsreynsla
- Reynsla af því að gera rafrásateikningar og leggja út tölvubretti
- Góð tök á að lóða rafrásir
- Góð enskukunnátta í rituðu og töluðu máli
- Góð hæfni í mannlegum samskiptum
- Frumkvæði í vinnubrögðum
Þekking & Kunnátta sem nýtist í starfi
eCAD (Altium Designer)
• CAD (Solidworks)
• Reynsla af framleiðslu rafrása
• Þekking á IPC stöðlum fyrir hönnun, viðgerðir, framleiðslu og gæðaskoðun
• Forritun (C#, C++, C, VHDL)
Umsóknarfrestur er til og með 22. janúar 2018.
Sótt er um störf á vef Össurar, ossur.is/mannaudur. Athugið að velja viðeigandi starf.
Nánari upplýsingar veitir mannauðsdeild í síma 515 1300.
Merkja við auglýsingu
Þú þarft að skrá þig inn til að vista þessa auglýsingu
Sækja um starf
Til að sækja um þetta starf, vinsamlega farðu á ossur.wd3.myworkdayjobs.com.