Viltu slást í hópinn og taka þátt í spennandi uppbyggingu?
Framundan er mikil uppbygging á HSS og leitum við að metnaðarfullum og jákvæðum einstaklingi til að slást í okkar frábæra hóp.
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja óskar eftir að ráða sálfræðing til að sinna fullorðnum einstaklingum og verðandi og nýbökuðum mæðrum sem þurfa sálfræðilega aðstoð.
Sálfræðingurinn kemur með til að sinna sálfræðimeðferð og ráðgjöf fyrir fullorðna einstaklinga og konur með geðræn vandamál, sem eru barnshafandi eða á fyrsta ári eftir fæðingu. Staðan er hluti af sálfélagslegri þjónustu HSS, sem býður upp á mat og meðferð fyrir börn, unglinga og fullorðna. Lögð er áhersla á að þróa þjónustuna í samræmi við geðheilbrigðisáætlun og leitum við því að metnaðarfullum sálfræðingi, sem hefur áhuga á að taka þátt í þeirri þróun með okkur. Um er að ræða framtíðarstarf og æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Leiðarljós HSS í þjónustu og starfi er umhyggja, fagmennska og virðing.
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Sálfræðingafélag Íslands hafa gert.
Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi.
Ákvörðun um ráðningu byggist á innsendum gögnum og/eða umsögnum. Tekið er mið af jafnréttisstefnu HSS við ráðningar á stofnunina. Öllum umsóknum verður svarað. Umsóknir gilda í sex mánuði.
Á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja eru þrjú svið; heilsugæslusvið, sjúkrahússsvið og hjúkrunarsvið. Starfsstöðvar eru í þremur sveitarfélögum; Grindavík, Reykjanesbæ og Vogum. Íbúafjöldi upptökusvæðisins, sem er Reykjanesið, er um 30.000 íbúar auk alþjóðaflugvallar.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 31.01.2023
Inga Guðlaug Helgadóttir
–
[email protected]
–
4220500
Stjórnarráðið | Auglýsing úr Orra Hoppa yfir valmynd Navigation fyrir stærri skjái Stjórnarráð ÍslandsSkjaldarmerki – Fara heim Verkefni Verkefni...
Sækja um starfSumarafleysing barnadeild – Hjúkrunarfræðingar/hjúkrunarnemar Vegna sumarafleysinga eru lausar til umsókna stöður hjúkrunarfræðinga og/eða 3ja árs hjúkrunarnema við barnadeild Sjúkrahússins á...
Sækja um starfIðjuþjálfi Heilbrigðisstofnun Vesturlands (HVE) óskar eftir að ráða iðjuþjálfa í 100% stöðu í dagvinnu. Um er að ræða afleysingu til...
Sækja um starfStjórnarráðið | Auglýsing úr Orra Hoppa yfir valmynd Navigation fyrir stærri skjái Stjórnarráð ÍslandsSkjaldarmerki – Fara heim Verkefni Verkefni...
Sækja um starfLífeindafræðingur/nemi – Rannsóknarstofa Umdæmissjúkrahúss Austurlands – SUMARAFLEYSING 2023 Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) óskar eftir að ráða lífeindafræðing eða nema í sumarafleysingar...
Sækja um starfAðstoðarmaður við hjúkrun- Neskaupstaður – Sjúkradeild – SUMARAFLEYSING 2023 Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) óskar eftir að ráða aðstoðarmann við hjúkruna á...
Sækja um starf