
Séní á fyrirtækjamarkaði
5G, IOT, M2M O.S.FRV!
Vilt þú vinna með skemmtilegustu skammstöfunum í heimi?
Við leitum að metnaðarfullum og söludrifnum liðsfélaga til að sinna viðskiptastýringu til lykilviðskiptavina á fyrirtækjamarkaði auk þess að afla nýrra viðskipta og greina viðskiptatækifæri.
Tími prentara, USB lykla, flakkara og tölvuskápa er liðinn á vinnumarkaði. Stærsti skemmtistaður í heimi er internetið og Nova er leiðandi í nútímalegri þróun netlausna, uppbyggingu 5G farsímakerfis á Íslandi ásamt því að reka öflugt farsíma- og netkerfi á landsvísu. Búmm!
Ert þú allt sem við leitum að?
Um er að ræða fullt starf til framtíðar sem heyrir undir framkvæmdastjóra sölu- og þjónustu.
- Mikilvægast er að starfsmaður hafi framúrskarandi hæfileika í samskiptum í töluðu og rituðu máli á íslensku og ensku.
- Mikil þekking og áhugi á netþjónustu, net- og fjarskiptakerfum er mikilvæg enda krefst starfið fyrst og fremst samskipta á því sviði í samstarfi við tæknifólk.
- Keppnisskap, þjónustulund og söluhæfileikar eru eiginleikar sem skipta höfuðmáli sem og sjálfstæð vinnubrögð og gott skipulag í síbreytilegu tækniumhverfi.
- Við gerum kröfu um menntun á háskólastigi, reynslu af sölu- og þjónustu við fyrirtæki (B2B), tækniþekkingu og reynslu af þátttöku í vöruþróun.
Ef þú ert hress og lífsglöð manneskja og vilt vera umkringd metnaðarfullu hæfileikafólki, vaxa og dafna í spennandi umhverfi, vinna fjölbreytt starf og hafa nóg að gera, þá viljum við endilega fá þig í hópinn!
Umsóknarfrestur er til 1. febrúar 2020
Við hlökkum til að heyra frá þér!
Um Nova
Hjá Nova starfa um 160 dansarar sem kappkosta alla daga við það að veita framúrskarandi þjónustu. Við státum ekki einungis af ánægðustu viðskiptavinunum á farsímamarkaði ellefu ár í röð heldur líka ánægðustu dönsurunum þar sem við hlutum nafnbótina Fyrirtæki ársins á árinu 2020 og verið fyrirmyndarfyrirtæki VR frá upphafi. Mikið er lagt upp úr sveigjanleika, liðsheild og góðum starfsanda með dassi af glimmeri.
Merkja við auglýsingu
Þú þarft að skrá þig inn til að vista þessa auglýsingu
Sækja um starf
Til að sækja um þetta starf, vinsamlega farðu á alfred.is.