Laus er til umsóknar staða sérfræðilæknis með sérhæfingu í sýkla- og/eða veirufræði. Æskilegt starfshlutfall er 100% og er starfið laust eftir nánara samkomulagi. Umsækjanda er gefinn kostur á því að helga sig annað hvort sýkla- eða veirufræði, eða hvoru tveggja.
Lýsing á Sýkla- og veirufræðideild:
Sýkla- og veirufræðideild Landspítala er þjónustu- og tilvísunarrannsóknastofa fyrir Ísland á sviði bakteríu-, veiru-, sveppa- og sníkjudýrafræði. Deildin vinnur jafnframt með sóttvarnarlækni og öðrum heilbrigðisyfirvöldum að bættri lýðheilsu og öflun faraldsfræðilegra gagna.
Veirufræðihluti deildarinnar er staðsettur í Ármúla 1a, en sýklafræðihlutinn er að mestu leyti staðsettur á lóð Landspítalans við Barónsstíg.
Á deildinni starfa um 80 manns, þar af eru nú átta sérfræðilæknar og tveir deildarlæknar. Fyrstu átta mánuði ársins 2022 bárust deildinni um 490.000 sýni, en þar af voru um 230.000 vegna Covid 19.
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Læknafélag Íslands hafa gert.
Fullt starf er bundið við sjúkrahúsið eingöngu sbr. grein 3.2.4 í gildandi kjarasamningi lækna og ríkisins. Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum. Allar umsóknir þurfa að fara rafrænt í gegnum Starfatorg.
Í umsóknarformið skal skrá inn upplýsingar um:
· Fyrri störf, menntun og hæfni
· Félagsstörf og umsagnaraðila
Nauðsynleg fylgiskjöl:
· Vottað afrit af prófskírteinum og starfsleyfum.
· Ferilskrá þar sem tilgreind er reynsla af kennslu, vísindavinnu og stjórnunarstörfum.
· Yfirlit yfir birtar ritrýndar vísindagreinar sem umsækjandi er höfundur að. Umsækjandi skal annaðhvort setja upp Google Scholar aðgang og senda vefslóð að síðunni eða senda staðfestingu á birtum greinum á PubMed.
· Kynningarbréf með rökstuðningi fyrir hæfni og sýn á starfið.
· Afrit af umsókn um læknisstöðu hjá Embætti Landlæknis skal fylgja með umsókn.
Viðtöl verða höfð við umsækjendur og byggist ákvörðun um ráðningu í starfið á þeim og innsendum gögnum. Öllum umsóknum verður svarað.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem yfir 6000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur.
Starfsmerking: Heilbrigðisþjónusta, læknir, sérfræðilækinir
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 30.11.2022
Guðrún Svanborg Hauksdóttir
–
[email protected]
Are you a Registered Nurse and want to work in Iceland? Landspítali is the leading hospital in Iceland and the...
Sækja um starfSjúkraliði – vera á skrá Hér geta sjúkraliðar með starfsleyfi skráð almenna starfsumsókn. Almennum starfsumsóknum er ekki svarað sérstaklega. Þær...
Sækja um starfLyfjafræðingur – Sjúkrahúsið á Akureyri Laus er til umsóknar 80% staða lyfjafræðings í sjúkrahúsapóteki Sjúkrahússins á Akureyri. Um framtíðarstarf er...
Sækja um starfLæknir – vera á skrá hjá HSU Hér geta læknar með starfsleyfi og læknanemar skráð almenna starfsumsókn Umsóknir hverfa eftir...
Sækja um starfIðjuþjálfi í sumarafleysingar á HSN Blönduósi Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) auglýsir eftir iðjuþjálfa í sumarafleysingar. Ráðningartími og starfshlutfall samkvæmt samkomulagi. Helstu...
Sækja um starfFjölmenningarleg hjúkrun – Heilbrigðisskoðun innflytjenda Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins óskar eftir að ráða hjúkrunarfræðing í heilbrigðisskoðun innflytjenda í ótímabundið starf. Starfshlutfall er...
Sækja um starf