Laust er til umsóknar starf sérfræðilæknis í meltingarlækningum innan lyflækningaþjónustu Landspítala.
Á meltingarlækningaeiningunni fer m.a. fram uppbygging sérhæfðra þjónustuteyma í samstarfi við aðrar sérfræðigreinar og fagstéttir, framsækin starfsemi við meltingarvegsspeglanir bæði í greiningar- og meðferðarskyni og metnaðarfullt vísindastarf. Við eininguna gefast tækifæri til að vaxa og þróast áfram í starfi að loknu sérnámi og taka þátt í áhugaverðum verkefnum.
Við sækjumst eftir sérfræðilækni með breiða þekkingu og reynslu í meltingarlækningum og almennum lyflækningum. Miðað er við 100% starfshlutfall.
Starfið er laust frá 15. ágúst 2023 eða eftir samkomulagi.
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Læknafélag Íslands hafa gert.
Fullt starf er bundið við sjúkrahúsið eingöngu sbr. grein 3.2.4 í gildandi kjarasamningi lækna og ríkisins.
Í umsóknarformið skal skrá inn upplýsingar um:
Nauðsynleg fylgiskjöl:
Viðtöl verða höfð við umsækjendur og byggist ákvörðun um ráðningu í starfið á þeim og innsendum gögnum.
Allar umsóknir þurfa að fara rafrænt í gegnum ráðningarkerfi ríkisins.
Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi, ef við á. Fylgiskjöl skulu vera á pdf formi.
Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem yfir 6700 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að þar sé veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónusta byggð á vísindum, fagmennsku og umhyggju, öflugu fagfólki og studd með umgjörð og aðbúnaði sem sómi er að.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá birtingu auglýsingar, sbr. 3. tl. 2. mgr. 2. gr. reglna nr. 1000/2019 um auglýsingar lausra starfa með síðari breytingum.
Öllum umsóknum verður svarað.
Starfsmerkingar: Heilbrigðisþjónusta, sérfræðilæknir
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 31.03.2023
Sigurður Ólafsson
–
[email protected]
–
825-3679
Hjúkrunarfræðingar og hjúkrunarnemar óskast í sumarafleysingu á Hraunbúðir hjúkrunarheimili HSU í Vestmannaeyjum Hjúkrunarfræðingar og hjúkrunarnemar óskast til starfa í sumar...
Sækja um starfHjúkrunardeildarstjóri Öldrunarlækningardeild Við leitum eftir öflugum leiðtoga með faglega hæfni og farsæla reynslu af stjórnun, rekstri og eflingu mannauðs til...
Sækja um starfSérfræðingur í heimilislækningum – Heilsugæslan Efra-Breiðholt Laust er til umsóknar ótímabundið starf sérfræðings í heimilislækningum við Heilsugæsluna Efra-Breiðholti. Viðkomandi þarf...
Sækja um starfHjúkrunarfræðingur á lyflækningadeild – Öflugt starfsþróunarár í boði Lyflækningadeild Sjúkrahússins á Akureyri auglýsir lausa 70-100% stöðu hjúkrunarfræðings. Staðan er laus...
Sækja um starfStjórnarráðið | Auglýsing úr Orra Hoppa yfir valmynd Navigation fyrir stærri skjái Stjórnarráð ÍslandsSkjaldarmerki – Fara heim Verkefni Verkefni...
Sækja um starfSjúkraliði óskast í sumarafleysingu á heilsugæslustöð HSU Laugarási sumarið 2023 Um er að ræða fjölbreytt og skemmtilegt starf í góðum...
Sækja um starf