Laust er til umsóknar starf sérfræðilæknis í barna- og unglingageðlækningum á barna- og unglingageðdeild (BUGL) Landspítala.
Á BUGL er veitt sérhæfð og fjölskyldumiðuð geðheilbrigðisþjónusta fyrir börn að 18 ára aldri. Unnið er í þverfaglegum teymum og í samvinnu við aðrar stofnanir.
Leitað er eftir jákvæðum og metnaðarfullum sérfræðilækni til að annast sérhæfða meðferð og eftirfylgd við sjúklinga okkar. Starfshlutfall er 100% eða samkvæmt samkomulagi. Starfið veitist frá 1. mars 2023 eða eftir samkomulagi.
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Læknafélag Íslands hafa gert.
Fullt starf er bundið við sjúkrahúsið eingöngu sbr. grein 3.2.4 í gildandi kjarasamningi lækna og ríkisins.
Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum. Allar umsóknir þurfa að fara í gegnum ráðningarkerfi ríkisins.
Í umsóknarformið skal skrá inn upplýsingar um:
» Fyrri störf, menntun og hæfni
» Félagsstörf og umsagnaraðila
Nauðsynleg fylgiskjöl:
» Vottað afrit af prófskírteinum og starfsleyfum.
» Ferilskrá þar sem tilgreind er reynsla af kennslu, vísindavinnu og stjórnunarstörfum.
» Yfirlit yfir birtar ritrýndar vísindagreinar sem umsækjandi er höfundur að. Umsækjandi skal annaðhvort setja upp Google Scholar aðgang og senda vefslóð að síðunni eða senda staðfestingu á birtum greinum á PubMed.
» Kynningarbréf með rökstuðningi fyrir hæfni og sýn á starfið.
» Afrit af umsókn um læknisstöðu hjá Embætti Landlæknis skal fylgja með umsókn. Umsækjandi sækir skjalið hér og vistar, fyllir það út og sendir með umsókn.
Viðtöl verða höfð við umsækjendur og byggist ákvörðun um ráðningu í starfið á þeim og innsendum gögnum. Öllum umsóknum verður svarað.
Umsækjendur skulu framvísa nýju sakavottorði áður en til ráðningar getur komið, sbr. meginreglur laga um barnavernd sem m.a. koma fram í 2. mgr. 36. gr. laga nr. 80/2002.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem yfir 6000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur.
Starfsmerkingar: Heilbrigðisþjónusta, Sérfræðilæknir
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 31.01.2023
Björn Hjálmarsson, Yfirlæknir
–
[email protected]
–
543 4300
Sumarstörf 2023 – Læknanemar sem lokið hafa 4., 5. eða 6. námsári Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem...
Sækja um starfHjúkrunarfræðingar á gjörgæsludeild Lausar eru til umsóknar tvær 80-100% stöður hjúkrunarfræðinga á gjörgæsludeild Sjúkrahússins á Akureyri. Um er að ræða...
Sækja um starfHjúkrunarfræðingar og hjúkrunarnemar óskast á Móberg hjúkrunarheimili HSU á Selfossi Hjúkrunarfræðingar og hjúkrunarnemar óskast til starfa á glænýtt hjúkrunarheimili, Móberg,...
Sækja um starfSjúkraliðar á kvennadeild HVE Akranesi Sjúkraliðar óskast til starfa á kvennadeild HVE Akranesi. Unnið er á þrískiptum vöktum þar með...
Sækja um starfSjúkraþjálfari í endurhæfingarteymi – Heimahjúkrun Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins Viltu slást í hópinn og taka þátt í spennandi uppbyggingu? Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins leitar...
Sækja um starfSálfræðingur Ráðgjafar- og greiningarstöð auglýsir laust til umsóknar starf sálfræðings á Eldri barna sviði. Á sviðinu er veitt þjónusta við...
Sækja um starf