Við leitum að drífandi einstaklingum, sem þrífast á spennandi verkefnum, sýna frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum auk þess að eiga auðvelt með að vinna í teymi. Við viljum fá jákvæða einstaklinga sem búa yfir skipulagshæfileikum, geta fylgt verkefnum vel eftir, hafa mikla samskiptafærni, þreytast ekki á að leita lausna og hafa áhuga á því að eflast í starfi.
Hlutverk skrifstofu fjármála er að styðja við innra starf ráðuneytisins og þróun þess í nánu samstarfi við yfirstjórn. Skrifstofan leiðir mannauðsmál og aðstoðar við ráðningar, annast launamál, fræðslu og starfsþróun. Skrifstofan ber ábyrgð á gæðamálum, jafnlaunakerfi, skjalavistun og málaskrá ráðuneytisins ásamt öryggismálum og móttöku gesta.
Sérfræðingurinn mun koma að margvíslegum verkefnum er varða mannauðsmál, gæðamál og þjónustu við starfsmenn ráðuneytisins. Starfið felst meðal annars í launavinnslu, vinnu við jafnlaunavottun, stuðning við nýráðningar og önnur tengd mannauðsmál. Þá mun sérfræðingurinn hafa umsjón með ferðareikningum ráðuneytisins ásamt öðrum fjölbreyttum verkefnum er lúta að mannauðs- og fjármálum.
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins hafa gert.
Umsókn skal fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf á íslensku þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hvernig umsækjandi uppfyllir hæfniskröfur. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um. Tekið skal fram að umsóknir geta gilt í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. reglur um auglýsingar lausra starfa nr. 1000/2019.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 27.05.2022
Guðrún Gísladóttir, Skrifstofustjóri
–
[email protected]