
SÉRFRÆÐINGUR Í AÐFANGASTÝRINGU
Össur leitar að metnaðarfullum einstaklingi til starfa í Supply Chain deild Össurar. Deildin sér um öll innkaup, inn- og útflutning og framleiðslu- og birgðastýringu fyrir framleiðslu Össurar á Íslandi. Viðkomandi mun sjá um innkaup, áætlanagerð, samskipti við birgja og þátttöku í þróunarverkefnum.
STARFSSVIÐ
- Innkaup á hráefnum og birgðastýring
- Samskipti við birgja, samninga- og áætlanagerð
- Val á birgjum og þátttaka í þróunarverkefnum
- Birgjamat
- Uppsetning á vörum í ERP kerfi
HÆFNISKRÖFUR:
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi svo sem verkfræði, viðskiptafræði og/eða vörustjórnun
- Að minnsta kosti 3 ára starfsreynsla
- Mjög góð enskukunnátta
- Reynsla af vinnu í ERP kerfi er kostur
- Hæfni í mannlegum samskiptum
- Frumkvæði, nákvæmni og sjálfstæði í vinnubrögðum
Umsóknarfrestur er til og með 3. júní.
Merkja við auglýsingu
Þú þarft að skrá þig inn til að vista þessa auglýsingu
Sækja um starf
Til að sækja um þetta starf, vinsamlega farðu á ossur.wd3.myworkdayjobs.com.