
Sérfræðingur í birgðastýringu (ERP)
Össur leitar að drífandi og talnaglöggum sérfræðingi í birgðastýringu (ERP) í innkaupadeild. Starfið er í alþjóðlegu umhverfi og felur í sér samskipti við starfsstöðvar Össurar og birgja í öðrum löndum.
STARFSSVIÐ
• Uppsetning á vörum í birgðahaldskerfi (Navision)
• Uppsetning á aðfangakeðjunni í heild í kerfum annarra starfsstöðva
• Viðhald og yfirsýn á gögnum sem tengjast aðfangakeðjunni, svo sem öryggisbirgðum
• Umsjón með reglulegum keyrslum í tölvukerfum
• Gerð áætlana og pantana fyrir útvistaða framleiðslu
• Greining á frávikum
HÆFNISKRÖFUR
• Menntun sem nýtist í starfi, svo sem viðskiptafræði eða vörustjórnun
• Nákvæmni, þjónustulund og talnagleggni
• Þekking á Navision eða öðrum ERP
• Hæfni í mannlegum samskiptum
• Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
• Góð enskukunnátta
• Þekking á SQL er kostur
• Starfsreynsla sem tengist innkaupum og birgðastýringu er kostur
Umsóknarfrestur er til og með 23. apríl 2019.
Merkja við auglýsingu
Þú þarft að skrá þig inn til að vista þessa auglýsingu
Sækja um starf
Til að sækja um þetta starf, vinsamlega farðu á ossur.wd3.myworkdayjobs.com.