Sjúkrahúsið á Akureyri óskar eftir að ráða sérfræðing í öldrunar- eða heimilislækningum. Um er að ræða 100% stöðu og er æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir samkomulagi.
Næsti yfirmaður er forstöðulæknir endurhæfinga- og öldrunarlækninga, Arna Rún Óskarsdóttir.
Á Kristnesspítala fara fram endurhæfinga og öldrunarlækningar Sjúkrahússins á Akureyri þar sem unnið er í þverfaglegri teymisvinnu meðferðaraðila í samvinnu við sjúklinga og fjölskyldur þeirra. Í teymunum starfa læknar, hjúkrunarfræðingar, sjúkraþjálfarar, iðjuþjálfar, félagsráðgjafi, sjúkraliðar og aðstoðarfólk. Einnig koma inní teymið talmeinafræðingur og sálfræðingur þegar við á. Samvinna við þjónustuaðila utan stofnunarinnar er mikilvægur þáttur í starfinu. Má þar nefna heilsugæslu og þá sérstaklega heimahjúkrun, ýmis úrræði á vegum Akureyrarbæjar auk Virk starfsendurhæfingarsjóðs.
Í starfinu felst dagvinna á Öldrunarheimilum Akureyrar(ÖA) og eftir atvikum á deildum sjúkrahússins. Einnig er bakvaktaþjónusta fyrir ÖA, öldrunarlækningar og endurhæfingu á Kristnesspítala. Á Sjúkrahúsinu á Akureyri er öldrunalæknisþjónusta veitt á Kristnesspítala, öðrum legudeildum sjúkrahússins og á göngudeild.
Starfinu fylgir:
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Læknafélag Íslands hafa gert.
Umsóknum skal skilað rafrænt á vef sjúkrahússins www.sak.is Umsóknum skulu fylgja ítarlegar upplýsingar um nám, fyrri störf, reynslu af stjórnunarstörfum ásamt upplýsingum um fræðilegar rannsóknir og ritstörf, auk kennslustarfa eftir því sem við á. Viðtöl verða tekin við umsækjendur og byggist ákvörðun um ráðningu á þeim ásamt innsendum gögnum. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Við ráðningar í störf er tekið mið af jafnréttisstefnu sjúkrahússins, sem er reyklaus vinnustaður. Sjúkrahúsið hefur hlotið alþjóðlega vottun á starfsemi sinni.
Gildi Sjúkrahússins á Akureyri eru: ÖRYGGI SAMVINNA FRAMSÆKNI. Sjúkrahúsið veitir alþjóðlega DNV-GL vottaða heilbrigðisþjónustu með ISO vottuðu gæðastjórnunarkerfi. Áhersla er á virka þátttöku allra starfsmanna til að uppfylla þær gæðakröfur sem gerðar eru í alþjóðlegum staðli sem sjúkrahúsið er vottað eftir.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 23.01.2023
Arna Rún Óskarsdóttir
–
[email protected]
–
463-0100
Erla Björnsdóttir
–
[email protected]
–
463-0100
Sumarafleysingar gjörgæsludeild – Sjúkraliðar Vegna sumarafleysinga eru lausar til umsóknar stöður sjúkraliða við gjörgæsludeild Sjúkrahússins á Akureyri. Næsti yfirmaður er...
Sækja um starfHjúkrunarfræðinemi/sjúkraliðanemi í heimahjúkrun – Egilsstaðir – Heilsugæsla – SUMARAFLEYSING 2023 Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) óskar eftir að ráða hjúkrunarfræðinema/sjúkraliðanema í sumarafleysingar...
Sækja um starfHeilbrigðisstofnun Suðurlands auglýsir tímabundið starf Iðjuþjálfa laust til umsóknar vegna leyfis Um er að ræða fullt starf iðjuþjálfa hjá Heilbrigðisstofnun...
Sækja um starfHjúkrunarfræðingur í sumarafleysingar á heilsugæslu HSN Blönduósi Heilbrigðisstofnun Norðurlands óskar eftir að ráða hjúkrunarfræðing í sumarafleysingar á heilsugæslu. Starfshlutfall og...
Sækja um starfSumarafleysing – Hjúkrunarfræðingar/hjúkrunarfræðinemar á sjúkradeild Heilbrigðisstofnun Suðurnesja óskar eftir að ráða hjúkrunarfræðinga og/eða hjúkrunarfræðinema í afleysingarstörf á sjúkradeild. Um er...
Sækja um starfSjúkraliðar/nemar í sumarafleysingar í heimahjúkrun á Akureyri Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) Akureyri óskar eftir sjúkraliðum/nemum í sumarafleysingar í heimahjúkrun. Ráðningartímabil er...
Sækja um starf