Laus er til umsóknar 50-100% staða sérfræðings í geðlækningum við Sjúkrahúsið á Akureyri , staðan er laus frá 1. apríl n.k.
Sjúkrahúsið á Akureyri er kennslusjúkrahús, sem veitir almenna og sérhæfða heilbrigðisþjónustu. Áhersla er lögð á bráðaþjónustu og helstu sérgreinameðferðir.
Geðdeild Sjúkrahússins á Akureyri er eina geðdeildin utan höfuðborgarsvæðisins. Deildin þjónar aðallega íbúum Norður- og Austurlands 18 ára og eldri. Deildin skiptist í legudeild og dag- og göngudeild með fjölbreyttum verkefnum. Góð samvinna er við aðrar sjúkrahúsdeildir, heilsugæslustöðvar, félagsþjónustu sveitarfélaga, geðsvið Landspítalans og stofnanir SÁÁ fyrir fíknisjúklinga.
Næsti yfirmaður er Helgi Garðar Garðarsson, forstöðulæknir geðlækninga
Starfið felur í sér þjónustu við sjúklinga á legudeild geðdeildar sjúkrahússins, göngudeild og bráðamóttöku, ennfremur samvinnu við aðrar deildir sjúkrahússins og stofnanir á Norður- og Austurlandi. Starfinu fylgir vaktskylda, þátttaka í kennslu heilbrigðisstétta, þjálfun aðstoðar- og deildarlækna auk tækifæra til rannsóknarvinnu.
Umsækjandi skal hafa fullgild réttindi í geðlækningum. Við ráðningu verður lögð áhersla á faglega þekkingu auk hæfileika á sviði samskipta, samvinnu og sjálfstæðra vinnubragða.
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Læknafélag Íslands hafa gert.
Umsóknum skulu fylgja ítarlegar upplýsingar um nám og starfsferil ásamt prófskírteinum og starfsleyfi. Umsóknum skal skilað rafrænt á vef sjúkrahússins www.sak.is. Við ráðningar í störf er tekið mið af jafnréttisstefnu sjúkrahússins, sem er reyklaus vinnustaður. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Gildi Sjúkrahússins á Akureyri eru: ÖRYGGI SAMVINNA FRAMSÆKNI. Sjúkrahúsið á Akureyri veitir alþjóðlega DNV-GL vottaða heilbrigðisþjónustu með ISO vottuðu gæðastjórnunarkerfi. Áhersla er á virka þátttöku allra starfsmanna til að uppfylla þær gæðakröfur sem gerðar eru í alþjóðlegum staðli sem sjúkrahúsið er vottað eftir
Starfshlutfall er 50-100%
Umsóknarfrestur er til og með 03.04.2023
Helgi Garðar Garðarsson
–
[email protected]
–
463-0100
Ragnheiður Halldórsdóttir
–
[email protected]
–
463-0100
Fagstjóri í fjármáladeild Samgöngustofa leitar að fagstjóra í fjármáladeild stofnunarinnar. Leitað er eftir öflugum einstaklingi sem hefur metnað til að...
Sækja um starfVerkefnisstjóri í Vísindasmiðju Vísindasmiðja Háskóla Íslands hefur að markmiði að efla áhuga ungmenna á vísindum og fræðum með gagnvirkum og...
Sækja um starfSjúkraliðar óskast á bráðamóttöku Landspítala Við viljum ráða sjúkraliða til starfa á bráðamóttöku Landspítala í Fossvogi. Deildin er opin allan...
Sækja um starfStjórnarráðið | Auglýsing úr Orra Hoppa yfir valmynd Navigation fyrir stærri skjái Stjórnarráð ÍslandsSkjaldarmerki – Fara heim Verkefni Verkefni...
Sækja um starfFagstjóri náms og skírteinamála sjófarenda Samgöngustofa auglýsir lausa til umsóknar stöðu fagstjóra í nám og skírteinamálum sjófarenda á siglingasviði stofnunarinnar...
Sækja um starfSérfræðingur á sviði framhaldsskóla- og/eða starfsmenntamála Mennta- og barnamálaráðuneyti leitar eftir sérfræðingi í fullt starf á málefnasviði framhaldsskóla og/eða starfsmenntamála...
Sækja um starf