Veðurstofa Íslands auglýsir eftir sérfræðingi á sviði hættumats í fullt starf á nýrri deild sem vinnur að verkefnum tengdum snjóflóðum og skriðum á þjónustu- og rannsóknasviði.
Undir deildina falla þau hlutverk Veðurstofunnar sem skilgreind eru í lögum um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum og reglugerðum þeim tengdum. Innan deildarinnar verður m.a. unnið að hættu- og áhættumati, verkefnum tengdum vörnum gegn snjóflóðum og skriðuföllum, alþjóðasamstarfi, ráðgjöf, miðlun og annarri þjónustu á sviði ofanflóða sem nær yfir bæði snjóflóð og skriðuföll. Deildin ber ábyrgð á faglegri þróun og þekkingu sem snýr að ofanflóðum og sinnir stefnumótun, faglegri umsjón og stjórn verkefna tengdum ofanflóðavöktun. Hluti starfsmanna deildarinnar sinna sólarhringsvöktun ofanflóða samkvæmt vaktafyrirkomulagi sem unnið er í samvinnu við deildarstjóra náttúruvárvöktunar. Deildin ber einnig ábyrgð á faglegri umsjón, ráðgjöf og stjórn verkefna tengdum landupplýsingakerfum Veðurstofunnar.
Viðkomandi yrði hluti af öflugu teymi á fagsviði ofanflóða. Teymið vinnur meðal annars að hættumati, vöktun og rannsókna- og þróunarverkefnum tengdum ofanflóðum. Veðurstofan annast gerð hættumats vegna ofanflóða fyrir þéttbýli og skíðasvæði. Sömuleiðis vinnur stofnunin að úttekt á ofanflóðahættu í dreifbýli og hættumati í tengslum við framkvæmdir og skipulag. Starfið er á Snjóflóðasetri Veðurstofunnar á Ísafirði þar sem hópur ofanflóðasérfræðinga starfa. Snjóflóðasetrið er í Vestrahúsinu þar sem ýmsar aðrar rannsóknarstofnanir eru einnig til húsa.
Sérfræðivinna við gerð hættumats vegna snjóflóða og skriðufalla. Miðlun upplýsinga til sveitarfélaga, skipulagsyfirvalda og annarra hagsmunaaðila. Mótun og þátttaka í rannsókna- og þróunarverkefnum tengdum ofanflóðahættu. Verkefnisstjórn tilgreindra verkefna eftir atvikum.
Gildi Veðurstofunnar eru þekking, áreiðanleiki, framsækni og samvinna. Ráðningar hjá stofnuninni taka mið af þessum gildum.
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
Á þjónustu- og rannsóknasviði fer fram þekkingaröflun, rannsóknir, veðurþjónusta, náttúruvárvöktun og miðlun upplýsinga. Tilgangur sviðsins er að mæta þjónustuþörf samfélagsins í samræmi við hlutverk Veðurstofunnar og vinna fjórar deildir að verkefnum sviðsins með eftirfarandi faglegar áherslur:
Sviðið ber ábyrgð á að móta og fylgja eftir þjónustustefnu Veðurstofunnar sem stuðlar að upplýstri og vandaðri ákvarðanatöku á sviði náttúruvár, náttúruverndar og nýtingar auðlinda.. Sviðið er hluti af breyttu skipulagi á Veðurstofunni og er eitt tveggja kjarnasviða stofnunarinnar.
Nánari upplýsingar um nýtt skipulag er að finna á www.vedur.is
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 07.02.2023
Harpa Grímsdóttir
–
[email protected]
–
5226000
Borgar Ævar Axelsson
–
[email protected]
–
5226000
Sálfræðingur barna og unglinga – Heilsugæslan Hlíðum Laust er til umsóknar tímabundið starf sálfræðings fyrir börn og unglinga við Heilsugæsluna...
Sækja um starfSérfræðingur á sviði fjármála og reksturs Landgræðslan auglýsir laust til umsóknar starf sérfræðings á sviði fjármála og reksturs, tímabundið til...
Sækja um starfGögn, gögn, gögn! Hagstofa Íslands óskar eftir að ráða sérfræðing með brennandi áhuga á gögnum og öllu sem þeim tengist. ...
Sækja um starfHafeðlisfræðingur Hafrannsóknastofnun leitar eftir sérfræðingi í Hafeðlisfræði. Hafrannsóknastofnunin óskar eftir að ráða sérfræðing til starfa við rannsóknir á sviði hafeðlisfræði....
Sækja um starfBókari Mennta- og barnamálaráðuneyti auglýsir laust til umsóknar starf bókara á skrifstofu ráðuneytisstjóra og innri þjónustu. Um er að ræða...
Sækja um starfÍ nýju matvælaráðuneyti mætast málaflokkar sjávarútvegs, landbúnaðar og matvæla auk landgræðslu og skógræktar. Áhersla er lögð á loftslagsmál, aðgengi að hollum mat...
Sækja um starf