Laust er til umsóknar starf sérfræðings í heimilislækningum við Heilsugæsluna Efstaleiti. Um er að ræða 80-100% ótímabundið starf á spennandi vettvangi fyrir lækna sem hafa áhuga á nýsköpun og framþróun í heilsugæslu. Starfið er ábyrgðarmikið og krefjandi. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 1. janúar 2023 eða eftir nánara samkomulagi. Til greina kemur að ráða almennan lækni fáist ekki sérfræðingur í starfið.
Á heilsugæslustöðinni eru starfandi sérfræðingar í heimilislækningum ásamt hjúkrunarfræðingum, sálfræðingum, ljósmóður, sjúkraþjálfara og riturum. Mikil þróunarvinna er í gangi og stöðugt er unnið að því að bæta þjónustu við skjólstæðinga.
Nánari upplýsingar um starfsemi stöðvarinnar má finna á vef Heilsugæslunnar (www.heilsugaeslan.is).
Starfssvið heimilislæknis er víðtækt og felst m.a. í almennum lækningum, heilsuvernd, vaktþjónustu og kennslu nema. Hann veitir fræðslu og upplýsingar og leiðbeinir skjólstæðingum og aðstandendum. Heimilislæknir er virkur þátttakandi í þróun og uppbyggingu heimilislækninga, sinnir kennslu starfsfólks og nema og tekur þátt í vísinda-, þróunar- og gæðastarfi.
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Læknafélag Íslands heilsugæslulæknar hafa gert.
Umsókn skal fylgja ítarleg náms- og starfsferilskrá ásamt gögnum sem staðfesta menntun, fyrri störf, vísinda- og kennslustörf. Einnig er óskað eftir kynningarbréfi á umsækjanda og ástæðu umsóknar. Þau gögn sem ekki er hægt að senda rafrænt skulu berast Svövu Þorkelsdóttur, framkvæmdastjóra mannauðs og nýliðunar Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Álfabakka 16, 109 Reykjavík.
Viðtöl verða höfð við umsækjendur og byggist ákvörðun um ráðningu í starfið á þeim og innsendum gögnum. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Umsókn getur gilt í allt að 6 mánuði. Tekið er mið af jafnréttisstefnu Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins við ráðningu í starfið.
Starfshlutfall er 80-100%
Umsóknarfrestur er til og með 19.12.2022
Einar Þór Þórarinsson
–
[email protected]
–
513-5350
Stjórnarráðið | Auglýsing úr Orra Hoppa yfir valmynd Navigation fyrir stærri skjái Stjórnarráð ÍslandsSkjaldarmerki – Fara heim Verkefni Verkefni...
Sækja um starfHjúkrunarfræðingur í sumarafleysingar á heilsugæslu HSN Blönduósi Heilbrigðisstofnun Norðurlands óskar eftir að ráða hjúkrunarfræðing í sumarafleysingar á heilsugæslu. Starfshlutfall og...
Sækja um starfSumarstörf 2023 – Læknanemar sem lokið hafa 4., 5. eða 6. námsári Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem...
Sækja um starfSérfræðingur í heimilislækningum – Heilsugæslan Efra-Breiðholt Laust er til umsóknar ótímabundið starf sérfræðings í heimilislækningum við Heilsugæsluna Efra-Breiðholti. Viðkomandi þarf...
Sækja um starfAðstoðarmaður við hjúkrun – Neskaupstaður – Hjúkrunardeild Umdæmissjúkrahúss Austurlands HSA óskar eftir að ráða aðstoðarmann við hjúkrun á hjúkrunardeild Umdæmissjúkrahúss...
Sækja um starfHeilbrigðisstofnun Suðurlands auglýsir tímabundið starf Iðjuþjálfa laust til umsóknar vegna leyfis Um er að ræða fullt starf iðjuþjálfa hjá Heilbrigðisstofnun...
Sækja um starf