Laust er til umsóknar ótímabundið starf sérfræðings í heimilislækningum við Heilsugæsluna Glæsibæ. Viðkomandi þarf að geta hafið störf 1. apríl eða eftir nánara samkomulagi. Starfshlutfall er 100% eða eftir samkomulagi. Um er að ræða ábyrgðarmikið og krefjandi starf í spennandi starfsumhverfi.
Heilsugæslan er fjölskylduvænn vinnustaður og góð samvinna er á milli starfstétta. Á stöðinni starfa sérfræðingar í heimilislækningum ásamt hjúkrunarfræðingum, sálfræðingum, ljósmæðrum, sjúkraþjálfara og riturum. Heilsugæslan Glæsibæ þjónar fyrst og fremst íbúum Voga- og Heimahverfis, en allir eru velkomnir á stöðina.
Mikil þróunarvinna er í gangi og stöðugt er unnið að því að bæta þjónustu við skjólstæðinga.
Nánari upplýsingar um starfsemi stöðvarinnar má finna á vef Heilsugæslunnar (www.heilsugaeslan.is).
Starfssvið sérfræðings í heimilislækningum er víðtækt og felst m.a. í almennri læknismóttöku, heilsuvernd, bráðaþjónustu á daginn og síðdegisvakt. Hann er virkur þátttakandi í þróun og uppbyggingu heimilislækninga, sinnir kennslu starfsfólks og nema og tekur þátt í vísinda-, þróunar- og gæðastarfi. Um er að ræða spennandi vettvang fyrir lækni sem áhuga hefur á nýsköpun og framþróun í heilsugæslu.
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Læknafélag Íslands heilsugæslulæknar hafa gert.
Umsókn skal fylgja ítarleg náms- og starfsferilskrá þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og kynningarbréf þar sem fram kemur rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Leggja skal fram staðfestar upplýsingar um læknismenntun, læknisstörf, vísinda- og rannsóknarstörf. Gögn sem ekki er hægt að senda rafrænt skulu berast Svövu Þorkelsdóttur, framkvæmdastjóra mannauðs og nýliðunar Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Álfabakka 16, 109 Reykjavík.
Mat á hæfni umsækjenda byggist á innsendum gögnum og viðtölum við umsækjendur. Tekið er mið af jafnréttis- og mannréttindastefnu Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins við ráðningu í starfið. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Umsókn getur gilt í 6 mánuði.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 06.02.2023
Marta Lárusdóttir
–
[email protected]
–
513-5700
Sumarstörf 2023 – Lyfjaþjónusta – tækifæri fyrir nema í lyfjafræði, lyfjatækni, raun- og heilbrigðisgreinum Hefur þú áhuga á að kynnast...
Sækja um starfSumarafleysingar geðdeild – Sjúkraliðar/nemar Vegna sumarafleysinga eru lausar til umsóknar stöður sjúkraliða við geðdeild Sjúkrahússins á Akureyri. Næsti yfirmaður er...
Sækja um starfHjúkrunarfræðingur og hjúkrunarnemi á gjörgæsludeild Lausar eru til umsóknar 80-100% stöður hjúkrunarfræðings og hjúkrunarnema sem lokið hefur 3 námsárum á...
Sækja um starfLaus störf til umsóknar fyrir lækna og læknanema við HSU á Selfossi sumarið 2023 Við auglýsum eftir læknum og læknanemum...
Sækja um starfSérfræðingur kvensjúkdóma- og fæðingalæknir Viltu taka þátt í að efla og bæta þjónustu við konur á öllu landinu og leggja...
Sækja um starfSumarafleysingar fæðingadeild – Ljósmæður Vegna sumarafleysinga eru lausar til umsókna 60-100 % stöður ljósmæðra við fæðingadeild Sjúkrahússins á Akureyri. Næsti...
Sækja um starf