Sálfræðiþjónusta Landspítala vill ráða til starfa 5 sérfræðinga í klínískri sálfræði við sálfræðiþjónustu Landspítala. Leitað er eftir sérfræðingum með framúrskarandi samskiptahæfni, faglegan metnað og áhuga á að vinna í fjölbreyttu starfi í krefjandi þverfaglegu umhverfi.
Leitast verður við að ráða sérfræðing á eftirfarandi starfseiningar:
Starfið bíður upp á fjölbreytta möguleika á klínískri starfsþróun, aðkomu að þjálfun og handleiðslu starfsmanna og nema og þróunar- og rannsóknarvinnu.
Hjá sálfræðiþjónustunni starfa 76 sálfræðingar í ólíkum þverfaglegum teymum á ýmsum deildum Landspítala. Sálfræðiþjónustan er í stöðugri framþróun og unnið er að fjölbreyttum umbóta- og rannsóknarverkefnum.
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Sálfræðingafélag Íslands hafa gert.
Starfið er laust nú þegar eða samkvæmt samkomulagi. Allar umsóknir þurfa að fara rafrænt í gegnum ráðningarkerfi ríkisins. Umsókn skal fylgja ítarleg náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Umsókn fylgi einnig kynningarbréf með rökstuðningi fyrir hæfni og sýn á starfið. Mat á hæfni umsækjenda byggist á innsendum gögnum og viðtölum við umsækjendur.
Öllum umsóknum verður svarað. Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem yfir 6000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum með síðari breytingum.
Starfsmerkingar: Heilbrigðisþjónusta, Sálfræðingur, Dagvinna
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 06.02.2023
Berglind Guðmundsdóttir
–
[email protected]
–
543 9292
Laus störf til umsóknar fyrir lækna og læknanema við HSU á Selfossi sumarið 2023 Við auglýsum eftir læknum og læknanemum...
Sækja um starfSumarafleysingar skurðlækningadeild – Hjúkrunarfræðingar/hjúkrunarnemar Vegna sumarafleysinga eru lausar til umsóknar stöður hjúkrunarfræðinga/hjúkrunarnema (verða að hafa lokið 2 árum í hjúkrun)...
Sækja um starfHjúkrunarfræðingar óskast á næturvaktir á bráðaöldrunarlækningadeild í Fossvogi Hjúkrun aldraðra. Vilt þú vaka yfir öldruðum? Auglýst er eftir tveimur hjúkrunarfræðingum...
Sækja um starfSumarafleysingar lyflækningadeild – Hjúkrunarfræðingar/hjúkrunarnemar Vegna sumarafleysinga eru lausar til umsóknar stöður hjúkrunarfræðinga og/eða hjúkrunarfræðinema við lyflækningadeild Sjúkrahússins á Akureyri. Næsti...
Sækja um starfSjúkraliði – Fjarðabyggð – Heimahjúkrun – SUMARAFLEYSING 2023 Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) óskar eftir að ráða sjúkraliða í sumarafleysingar í heimahjúkrun...
Sækja um starfSumarafleysing símavakt – Móttökuritari Laust er til umsóknar afleysing í starf móttökuritara á símavakt Sjúkrahússins á Akureyri. Um er að...
Sækja um starf