
Sérfræðingur í reikningshaldi
Sérfræðingur í reikningshaldi
Arnarlax er leiðandi laxeldisfyrirtæki á Íslandi. Starfsmenn eru um það bil 110 talsins og er fyrirtækið með starfsemi á Vestfjörðum og í Hafnarfirði. Við störfum á öllum stigum virðiskeðjunnar með okkar eigin seiðaframleiðslu, sjóeldi, sláturhús og söludeild. Arnarlax framleiddi 10.000 tonn af laxi á árinu 2019 og er að auka magnið frá ári til árs. Okkar framtíðarsýn er að framleiða sjálfbæran íslenskan lax frá Vestfjörðum.
Hjá okkur starfar einvala hópur fólks af báðum kynjum og ýmsum þjóðernum og nú viljum við bæta enn frekar í liðsheildina okkar.
Arnarlax auglýsir eftir sérfræðingi í reikningshaldi, aðalskrifstofa félagsins er á Bíldudal en einnig er möguleiki á starfsstöð á skrifstofu félagsins í Hafnarfirði.
Við leitum að metnaðarfullum einstaklingi sem er tilbúinn til þess að taka þátt í framtíðaruppbyggingu fyrirtækisins. Um er að ræða nýtt starf í krefjandi starfsumhverfi þar sem viðkomandi fær að snerta og stjórna fjölbreyttum verkefnum innan reikningshalds fyrirtækisins.
Sérfræðingur í reikningshaldi mun vinna að framsetningu fjárhagsreikninga samstæðuuppgjörs og leiða vinnu við innleiðingu IFRS. Starfsmaður mun vinna náið með fjármálastjóra og forstjóra félagsins ásamt því að vera í nánum samskiptum við móðurfélag.
Starfssvið:
- Stýring og eftirlit með samstæðuuppgjörum
- Innleiðing og viðhald IFRS staðla reikningsskila
- Undirbúiningur mánaðarlegra stjórnendaskýrsla með fjármálastjóra
- Skattaútreikningar og uppgjör
- Greining fjárhagsupplýsinga
- Ráðgjöf og stuðningur við rekstrareiningar
- Samskipti við endurskoðendur og stýring verkefna endurskoðunnar
- Þáttaka í umbótum m.a. innleiðingu fjárhagskerfa
- Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Háskólamenntun á sviði reikningshalds og/eða endurskoðunar
- Góð þekking af reiknishaldi
- Þekking og reynsla af vinnu með IFRS staðla reiknisskila
- Þekking á gagnatöflum og úrvinnslu þeirra er kostur
- Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
- Nákvæmni í starfi
- Góð tök á íslensku og ensku í ræðu og riti
- Góð excel kunnátta
Frekari upplýsingar veitir Jónas Heiðar fjármálastjóri í síma 855 7760 eða í tölvupósti jonas@arnarlax.is
Merkja við auglýsingu
Þú þarft að skrá þig inn til að vista þessa auglýsingu
Sækja um starf
Til að sækja um þetta starf, vinsamlega farðu á jobs.50skills.com.