Laus er til umsóknar staða sérfræðings í svæfinga- og gjörgæslulækningum á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Starfshlutfall er 100% eða eftir samkomulagi. SAk er sérgreina- og kennslusjúkrahús og Akureyri er miðstöð fastvængja sjúkraflugs á Íslandi. Sjúkrahúsið er alþjóðlega vottað af DNV-GL og styðst við ISO vottað gæðakerfi. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Næsti yfirmaður er Oddur Ólafsson forstöðulæknir svæfinga- og gjörgæslulækninga.
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Læknafélag Íslands hafa gert.
Umsóknum skal skilað rafrænt á vef sjúkrahússins www.sak.is.
Umsóknum skulu fylgja ítarlegar upplýsingar um nám, fyrri störf, reynslu af stjórnunarstörfum ásamt upplýsingum um fræðilegar rannsóknir og ritstörf, auk kennslustarfa eftir því sem við á.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Við ráðningar í störf er tekið mið af jafnréttisstefnu sjúkrahússins sem er reyklaus vinnustaður.
Gildi Sjúkrahússins á Akureyri eru: ÖRYGGI SAMVINNA FRAMSÆKNI. Sjúkrahúsið á Akureyri veitir alþjóðlega DNV-GL vottaða heilbrigðisþjónustu með ISO vottuðu gæðastjórnunarkerfi. Áhersla er á virka þátttöku allra starfsmanna til að uppfylla þær gæðakröfur sem gerðar eru í alþjóðlegum staðli sem sjúkrahúsið er vottað eftir.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. 2 gr. reglna nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 06.02.2023
Oddur Ólafsson
–
[email protected]
–
463-0100
Sigurður Einar Sigurðsson
–
[email protected]
–
463-0100
Stjórnarráðið | Auglýsing úr Orra Hoppa yfir valmynd Navigation fyrir stærri skjái Stjórnarráð ÍslandsSkjaldarmerki – Fara heim Verkefni Verkefni...
Sækja um starfStjórnarráðið | Auglýsing úr Orra Hoppa yfir valmynd Navigation fyrir stærri skjái Stjórnarráð ÍslandsSkjaldarmerki – Fara heim Verkefni Verkefni...
Sækja um starfHjúkrunarfræðingur – Heilsugæslan Efra-Breiðholti Heilsugæslan Efra-Breiðholti auglýsir eftir hjúkrunarfræðingi í 80-100% ótímabundið starf. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf...
Sækja um starfSumarafleysingar Kristnesspítali – Sjúkraliðar Vegna sumarafleysinga eru lausar til umsóknar stöður sjúkraliða við Kristnesspítala. Næsti yfirmaður er Eygló Brynja Björnsdóttir...
Sækja um starfHeilbrigðisgagnafræðingur – Sjúkraskrár- og skjaladeild Landspítala Landspítali auglýsir starf heilbrigðisgagnafræðings á sjúkraskrár- og skjaladeild (SSD) laust til umsóknar. Deildin er...
Sækja um starfAfleysing í vetur 2022-2023 – Læknar/læknanemar Ekki er verið að auglýsa ákveðið starf en læknum og læknanemum gefst hér kostur...
Sækja um starf