
Sérfræðingur í umhverfisstjórnun
Össur leitar að jákvæðum, metnaðarfullum og skipulögðum einstaklingi með brennandi áhuga á umhverfismálum til að vinna í umhverfis- og öryggisdeild fyrirtækisins. Starfið felst í stöðugum úrbótum á umhverfisstjórnkerfi Össurar á Íslandi í samstarfi við aðrar deildir fyrirtækisins, auk þátttöku í úrbótaverkefnum í samstarfi við aðrar starfsstöðvar fyrirtækisins um allan heim.
Umhverfis- og öryggisdeildin ber ábyrgð á umhverfis- og öryggisstjórnkerfi Össurar á Íslandi og samræmingu þess á milli starfsstöðva fyrirtækisins um allan heim.
STARFSSVIÐ
• Umsjón með umhverfismælikvörðum Össurar á Íslandi
• Umsjón með úrbótaverkefnum þvert á deildir
• Endurskoðun á umhverfisþáttum
• Laga- og reglugerðarrýni
• Þátttaka í innri og ytri úttektum
• Þjálfun starfsfólks og umsjón með fræðsluvikum
• Stöðugar úrbætur á umhverfisstjórnkerfi Össurar
HÆFNISKRÖFUR
• Háskólapróf sem nýtist í starfi
• Þekking og reynsla á umhverfisstjórnun iðnfyrirtækja og vottun skv. ISO14001 er kostur
• Reynsla í verkefnastjórnun er kostur
• Mjög góð enskukunnátta, bæði skrifleg og munnleg
• Mjög góð hæfni og ánægja af því að koma fram
• Mjög góð hæfni til að vinna sjálfstætt og í hópum
Umsóknarfrestur er til og með 13. maí.
Merkja við auglýsingu
Þú þarft að skrá þig inn til að vista þessa auglýsingu
Sækja um starf
Til að sækja um þetta starf, vinsamlega farðu á ossur.wd3.myworkdayjobs.com.