Framhaldsskólinn á Húsavík auglýsir eftir umsókn um starf sérkennara/þroskaþjálfa með full kennsluréttindi við Starfsbraut skólans fyrir skólaárið 2023-2024 í 100% starfshlutfall.
Ráðið er í starfið frá 1. ágúst 2023
Laun eru samkvæmt kjarasamingi KÍ og fjármálaráðherra.
Sérkennari/þroskaþjálfi stýrir, skipuleggur og heldur utan um starf Starfsbrautar sem deildarstjóri. Hann, ásamt öðrum starfsmönnum brautarinnar, vinnur með nemendur náms- og félagslega með það að markmiði að auka færni þeirra og sjálfstæði.
Oft er um að ræða nemendur sem þurfa sérstök úrræði vegna námserfiðleika, félagslegra aðstæðna, fötlunar eða þroskafrávika.
Sérkennari/þroskaþjálfi þarf að þekkja til og hafa hæfni til að setja sig inn í aðstæður einstakra nemanda og vera fær um að sinna ólíkum þörfum þeirra. Mikilvægt er til dæmis að þekkja vel bjargir sem standa fötluðum nemendum til boða, geta kennt í bóklegar og verklegar greinar brautarinnar, búið til námsefni við hæfi, skipulagt einstaklingsmiðað nám og hjálpað nemendum með námserfiðleika.
Sérkennari/þroskaþjálfi gegnir mikilvægu hlutverki sem fyrirmynd og þarf að geta lesið í aðstæður og brugðist við með viðeigandi hætti hverju sinni.
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Kennarasamband Íslands hafa gert.
Umsóknarfrestur er til 28. mars 2023
Umsóknir með viðeigandi upplýsingum og prófgögnum sendist skólameistara á netfangið [email protected]
Ekki er nauðsynlegt að sækja um á sérstökum eyðublöðum.
Allar nánari upplýsingar veitir skólameistari í síma 8668669
Skólameistari Framhaldsskólans á Húsavík
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 28.03.2023
Valgerður Gunnarsdóttir, Skólameistari
–
[email protected]
–
4641344
Framhaldsskólakennari í tréiðngreinum Fjölbrautaskóli Suðurnesja óskar að ráða kennara í tréiðngreinum (100%). Ráðningartími er frá 1. ágúst 2023 og laun...
Sækja um starfEnskukennari óskast Hjá FVA eru laus til umsóknar staða kennara í ensku, skólaárið 2023-2024. FVA er framsækinn og traustur framhaldsskóli...
Sækja um starfDoktorsnemi við rannsóknir á þroskun næriþekjufruma og meðgöngueitrun – Háskóli Íslands Við leitum að áhugasömum og duglegum doktorsnema til að...
Sækja um starfNýdoktor við Lífvísindasetur Staða nýdoktors við Lífvísindasetur Háskóla Íslands í rannsóknaverkefni á sviði frumulíffræði og sameindalíffræði er laus til umsóknar....
Sækja um starfLektor í dönsku máli við Mála- og menningardeild á Hugvísindasviði Háskóla Íslands Laust er til umsóknar fullt starf lektors í...
Sækja um starfAðjúnkt í markaðsfræði með áherslu á stafræna markaðssetningu, viðskiptafræðideild Háskóla Íslands Laust er til umsóknar fullt starf aðjúnkts í viðskiptafræðideild...
Sækja um starf