
Sjúkraliði óskast á heila-, tauga- og bæklunarskurðdeild
Deildin er 12 rúma bráðalegudeild með 4 rúma hágæslueiningu fyrir heila- og taugaskurðsjúklinga. Góður starfsandi ríkir á deildinni sem einkennist af vinnugleði og metnaði og markvisst er unnið að umbótum og framþróun. Gildi deildarinnar eru hæfni, húmor og heiðarleiki.
Kjörið tækifæri gefst til að kynnast gefandi og einstaklingshæfðri hjúkrun sjúklinga sem þurfa mikla og flókna umönnun. Í boði er einstaklingsbundin aðlögun. Velkomið að kíkja í heimsókn, áhugasamir hafið samband við Steinunni Örnu deildarstjóra.
» Virk þátttaka í teymisvinnu
» Jákvætt viðmót og góð samskiptahæfni
» Íslenskt sjúkraliðaleyfi
Frekari upplýsingar um starfið
Starfshlutfall er samkomulag, unnið er í vaktavinnu og er starfið laust nú þegar eða eftir nánara samkomulagi.
Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Öllum umsóknum verður svarað.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem hátt í 6000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur.
Merkja við auglýsingu
Þú þarft að skrá þig inn til að vista þessa auglýsingu
Sækja um starf
Til að sækja um þetta starf, vinsamlega farðu á radningarkerfi.orri.is.