Nú fjölgum við rýmum á HSS!
Vegna mikils skorts á hjúkrunarrýmum fjölgum við rýmum sem tímabundið úrræði til að mæta þessum vanda.
Framundan er mikil uppbygging á HSS og leitum við að metnaðarfullum og jákvæðum einstaklingum til að slást í okkar frábæra hóp og taka þátt í þessu spennandi verkefni með okkur.
Við óskum eftir að ráða sjúkraliða í vaktavinnu, starfshlutfall er samkomulag, æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir samkomulagi. Leitað er eftir áhugasömum og metnaðarfullum einstaklingum sem geta unnið sjálfstætt.
Á stofnuninni er góð samvinna milli deilda, boðleiðir eru stuttar og hér ríkir góður starfsandi. Við tökum vel á móti nýju fólki og veitum góða og einstaklingshæfða aðlögun.
Störf sjúkraliða eru bæði fjölbreytt og krefjandi. Unnið er á grundvelli þverfaglegs samstarfs og áhersla lögð á heildarsýn og samþætta þjónustu.
Sjúkraliðar starfa samkvæmt lögum og reglugerðum um heilbrigðisstarfsmenn, siðareglum og markmiðum hjúkrunar og deildarinnar. Leiðarljós HSS í þjónustu og starfi er umhyggja, fagmennska og virðing.
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Sjúkraliðafélag Íslands hafa gert.
Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi, ef við á. Ákvörðun um ráðningu byggist á innsendum gögnum og/eða umsögnum. Tekið er mið af jafnréttisstefnu HSS við ráðningar á stofnunina. Öllum umsóknum verður svarað um leið og ráðið hefur verið í starfið. Umsókn gildir í 6 mánuði.
Á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja eru þrjú svið; heilsugæslusvið, sjúkrahússvið og hjúkrunarsvið. Starfsstöðvar eru í þremur sveitarfélögum; Grindavík, Reykjanesbæ og Vogum. Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sinnir þjónustu í einu fjölmennasta heilbrigðisumdæmi á landinu, um 30.000 manns.
Starfshlutfall er 60-100%
Umsóknarfrestur er til og með 03.02.2023
Vigdís Elísdóttir
–
[email protected]
–
4220500
Sjúkraliðar á kvennadeild HVE Akranesi Sjúkraliðar óskast til starfa á kvennadeild HVE Akranesi. Unnið er á þrískiptum vöktum þar með...
Sækja um starfIðjuþjálfi Heilbrigðisstofnun Vesturlands (HVE) óskar eftir að ráða iðjuþjálfa í 100% stöðu í dagvinnu. Um er að ræða afleysingu til...
Sækja um starfÞjónustustjóri sjúkraskrárkerfisins Sögu Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins leitar að þjónustustjóra sjúkraskrárkerfisins Sögu í deild rafrænnar þjónustu. Um er að ræða tímabundið starf...
Sækja um starfSumarafleysing – Aðhlynning á hjúkrunarheimilinu Víðihlíð í Grindavík Heilbrigðisstofnun Suðurnesja óskar eftir að ráða starfsmenn í sumarafleysingu í aðhlynningu við...
Sækja um starfSérfræðingur í svæfinga- og gjörgæslulækningum Laus er til umsóknar staða sérfræðings í svæfinga- og gjörgæslulækningum á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Starfshlutfall...
Sækja um starfHjúkrunarfræðingur/nemi – Egilsstaðir – Hjúkrunarheimilið Dyngja – SUMARAFLEYSING 2023 Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) óskar eftir að ráða hjúkrunarfræðing eða hjúkrunarfræðinema í...
Sækja um starf