Sjúkraliðar og sjúkraliðanemar í starfsnámi óskast til starfa á smitsjúkdómadeild A7 í Fossvogi. Starfshlutfall er samkomulag og eru störfin laus nú þegar eða eftir nánara samkomulagi. Bæði er um um að ræða framtíðarstörf sem og skemmri ráðningar.
Deildin er 20 rúma sólarhringsdeild, ætluð sjúklingum með bráð vandamál á sviði lyflækninga. Deildin sérhæfir sig í smitsjúkdómum en sjúklingahópurinn er fjölbreyttur og gefast því góð tækifæri til starfsþróunar og að öðlast fjölþætta reynslu. Á deildinni starfa um 70 manns í virku þverfaglegu samstarfi og unnið er markvisst að faglegri þróun. Starfsandi á deildinni er sérlega góður. Við tökum vel á móti nýju fólki og veitum einstaklingsmiðaða aðlögun.
Við sækjumst bæði eftir sjúkraliðum sem búa yfir þekkingu og reynslu, nýútskrifuðum sjúkraliðum og sjúkraliðanemum í starfsnámi í okkar góða hóp því við teljum gott að hafa breidd í þekkingu og reynslu. Starfið býður upp á tækifæri til að þróa með sér mikla faglega þekkingu og hæfni í sjálfstæðum vinnubrögðum. Góð aðlögun er í boði. Áhugasömum er velkomið að hafa samband við Stefaníu, deildarstjóra.
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Sjúkraliðafélag Íslands hafa gert.
Allar umsóknir þurfa að fara rafrænt í gegnum Starfatorg. Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi (ef við á). Öllum umsóknum verður svarað. Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem yfir 6000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum með síðari breytingum.
Starfsmerkingar: Heilbrigðisþjónusta, sjúkraliði, sjúkraliðanemi, nemi
Starfshlutfall er 60-100%
Umsóknarfrestur er til og með 30.11.2022
Stefanía Arnardóttir
–
[email protected]
Ljósmóðir – Kvennadeild HVE á Akranesi Heilbrigðisstofnun Vesturlands (HVE) óskar eftir að ráða í stöðu ljósmóður á Kvennadeild HVE á...
Sækja um starfSálfræðingur fullorðinna – Heilsubrú Erum við að leita af þér? Heilsubrú leitar að sálfræðingi í 100% tímabundið starf til eins...
Sækja um starfHjúkrunarfræðingur – Vöknun við Hringbraut Við óskum eftir að ráða til starfa metnaðarfulla hjúkrunarfræðinga á vöknunardeild við Hringbraut. Í boði...
Sækja um starfHeilbrigðisstofnun Suðurlands auglýsir tímabundið starf Iðjuþjálfa laust til umsóknar vegna leyfis Um er að ræða fullt starf iðjuþjálfa hjá Heilbrigðisstofnun...
Sækja um starfStjórnarráðið | Auglýsing úr Orra Hoppa yfir valmynd Navigation fyrir stærri skjái Stjórnarráð ÍslandsSkjaldarmerki – Fara heim Verkefni Verkefni...
Sækja um starfHjúkrunarfræðingur á öldrunarlækningadeild K2 Landakoti Laust er til umsóknar starf hjúkrunarfræðings á öldrunarlækningadeild K2 Landakoti. Starfshlutfall og vinnufyrirkomulag er samkomulag,...
Sækja um starf