Áhugasamur og metnaðarfullur sjúkraliði óskast til starfa á barnadeild. Um er að ræða vaktavinnu og er starfið laust frá 1. maí 2023 eða eftir samkomulagi. Í boði er góð einstaklingshæfð aðlögun undir leiðsögn reyndra sjúkraliða og gott starfsumhverfi. Gott tækifæri til að þróa með sér faglega þekkingu og hæfni í sjálfstæðum vinnubrögðum. Við bjóðum jafnt velkominn sjúkraliða sem býr yfir þekkingu sem og nýútskrifaða sjúkraliða.
Deildin veitir sérhæfða þjónustu í meðferð og umönnun barna og unglinga, frá fæðingu til 18 ára aldurs og fjölskyldna þeirra. Stefna deildarinnar er að veita faglega og fjölskyldumiðaða þjónustu þar sem öryggi, fagmennska og umhyggja er höfð að leiðarljósi.
Barnaspítali Hringsins hefur forystu í heilbrigðisþjónustu við börn og unglinga á Íslandi. Þar er veitt fjölbreytileg heilbrigðisþjónusta sem krefst mikillar sérhæfingar.
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Sjúkraliðafélag Íslands hafa gert.
Allar umsóknir þurfa að fara rafrænt í gegnum ráðningarkerfi ríkisins. Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi, ef við á. Fylgiskjöl skulu vera á pdf formi. Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum. Öllum umsóknum verður svarað.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem yfir 6700 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að þar sé veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónusta byggð á vísindum, fagmennsku og umhyggju, öflugu fagfólki og studd með umgjörð og aðbúnaði sem sómi er að.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá birtingu auglýsingar, sbr. 3. tl. 2. mgr. 2. gr. reglna nr. 1000/2019 um auglýsingar lausra starfa með síðari breytingum.
Umsækjendur skulu framvísa nýju sakavottorði áður en til ráðningar getur komið, sbr. meginreglur laga um barnavernd sem m.a. koma fram í 2. mgr. 36. gr. laga nr. 80/2002.
Starfsmerkingar: Heilbrigðisþjónusta, Sjúkraliði
Starfshlutfall er 60-100%
Umsóknarfrestur er til og með 31.03.2023
Jóhanna Lilja Hjörleifsdóttir, Deildarstjóri
–
[email protected]
–
543 1000
Heilbrigðisgagnafræðingur á HSN Blönduósi Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) á Blönduósi óskar eftir að ráða heilbrigðisgagnafræðing í 80% starf. Ráðningartími er frá...
Sækja um starfGeislafræðingur óskast í sumarafleysingu á Heilbrigðisstofnun Suðurlands, Selfossi Heilbrigðisstofnun Suðurlands leitar að geislafræðingi til starfa í sumarafleysingu við stofnunina. Um...
Sækja um starfLæknanemar í sumarafleysingar á HSN Akureyri Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Akureyri auglýsir eftir læknanemum í sumarafleysingar. Ráðningartími er frá 1. júní...
Sækja um starfLæknir – vera á skrá hjá HSU Hér geta læknar með starfsleyfi og læknanemar skráð almenna starfsumsókn Umsóknir hverfa eftir...
Sækja um starfSjúkraliði – Sumarafleysing á heilsugæslustöðvar HVE í Ólafsvík og Grundarfirði Heilbrigðisstofnun Vesturlands (HVE) óskar eftir að ráða sjúkraliða/sjúkraliðanema í sumarafleysingu...
Sækja um starfStjórnarráðið | Auglýsing úr Orra Hoppa yfir valmynd Navigation fyrir stærri skjái Stjórnarráð ÍslandsSkjaldarmerki – Fara heim Verkefni Verkefni...
Sækja um starf