Skatturinn leitar að framsæknum og skemmtilegum matreiðslumeistara með brennandi ástríðu fyrir matargerð til að annast rekstur mötuneytis Skattsins og Fjársýslunnar í nýjum höfuðstöðvum að Katrínartúni 6. Um einstakt tækifæri er að ræða fyrir hinn eina rétta ástríðukokk því ekki eingöngu felst í starfinu að eignast allt að 500 frábæra fastagesti heldur gefst viðkomandi færi á að taka þátt í að móta uppbyggingu hins nýja mötuneytis. Um er að ræða fjölbreytt og spennandi dagvinnustarf.
Gildi Skattsins eru fagmennska, framsækni og samvinna og eru þau ávallt höfð til viðmiðunar við ráðningar í störf hjá Skattinum.
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
Umsóknir skulu fylltar út á vefsíðu Skattsins, skatturinn.is eða á vefsíðu Starfatorgs, starfatorg.is. Ferilskrá, auk kynningarbréfs, sem inniheldur ítarlegar upplýsingar m.a. um menntun, fyrri störf, umsagnaraðila og annað er máli skiptir þarf að fylgja með svo umsókn teljist fullnægjandi. Umsækjendum um störf hjá Skattinum kann að vera gert að leysa verkefni í ráðningarferlinu sem kæmu, auk annarra þátta, heildstætt inn í mat á hæfni þeirra til viðkomandi starfa.
Skatturinn hvetur fólk af öllum kynjum til að sækja um starfið
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 02.01.2023
Ásgeir Heimir Guðmundsson, deildarstjóri fjármálasviðs
–
[email protected]
–
442-1000
Starf við skógrækt og ræktunarstöð á Tumastöðum Vilt þú taka þátt í grænni framtíð? Skógræktin óskar eftir að ráða starfsmann...
Sækja um starfStarf við skóga og skógrækt á Hallormsstað Vilt þú taka þátt í grænni framtíð? Skógræktin óskar eftir að ráða starfsmann...
Sækja um starfStarf við skóga og skógrækt á Vöglum Vilt þú taka þátt í grænni framtíð? Skógræktin óskar eftir að ráða starfsmann...
Sækja um starfLímtré Vírnet ehf óskar eftir því að ráða metnaðarfullt starfsfólk í fjölbreytt starf hjá vaxandi og spennandi fyrirtæki. Helstu...
Sækja um starfStarf við skóga og skógrækt í Hvammi Skorradal Vilt þú taka þátt í grænni framtíð? Skógræktin óskar eftir að ráða...
Sækja um starfVerkstjóri á fasteignaþjónustu Landspítala Fasteignaþjónusta Landspítala leitar að öflugum verkstjóra til að taka þátt í uppbyggingu og þróun í fasteignamálum...
Sækja um starf